Fyrirtaks morgunbollur

Þetta þarftu: 13dl hveiti, 3dl hveitiklíð, 1msk sykur, 1tsk salt, 1bréf þurrger, 6dl volg undanrenna, 2msk matarolía

Svona gerirðu: Blandið saman þurrefnum og geri (skiljið samt soldið eftir af hveitinu til að hnoða upp seinna). Hellið olíu og undanrennu útí deigið (gerið svona holu fyrst) og hrærið vel með sleif (deigið má vera soldið blautt). Látið svo hefast í hálftíma á hlýjum stað. Hnoðið svo afgangshveitinu í ef þess þarf. Mótið tvær jafnlangar lengjur úr deiginu og skiptið hvorri lengju í 10 jafnstóra bita sem þið mótið úr bollur og raðið á bökunarplötu. Látið hefast aftur, nú í 15-20 mínútur. Pennslið svo bollurnar með mjólk og skellið í ofninn, 200° í 15 mínútur.

Að lokum: Enn ein uppskriftin úr bókinni góðu (Af bestu lyst). Ég bakaði þetta í gær í hádegismatinn og úr varð sérlega vel heppnaður bakstur verð ég að segja :) Ég setti samt ekki hveitiklíð (það var ekki til í búðinni) svo ég setti bara heilhveiti í staðinn. Það var bara mjög gott. Borðuðum þetta með osti og jarðaberjasultu og það var æði. Í dag fékk ég mér svona bollu í hádeginu og viti menn, hún var ennþá mjúk og bragðaðist sérdeilis prýðilega með skinku, osti og tómötum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *