Ratatat

Er að hlusta á hljómsveitna Ratatat sem spilaði víst á Airwaves síðustu helgi og mörgum þótti fínt stöff. Hef ég lesið. Ég er alls ekki að gera þetta í réttri röð. Hefði átt að hlusta fyrst og kíkja svo á tónleikana en ekki láta tónleikana fara framhjá mér og uppgvöta svo af hverju ég missti. Er búin að ákveða að taka Airwaves með trompi næst. Annars finnst mér tónlist Ratatat mjög fín. Ekkert líkt því sem ég er vön að hafa í eyrunum. Uppáhaldslagið mitt hingað til er Desert Eagle. Mér finnst svakalega hressandi að þetta skuli vera instrumental, fínt að fá frí frá söngnum. Mér finnst nafnið á hljómseitinni frábært. Minnir mig á Lukku Láka bækurnar. Þar var einmitt hundurinn Ratatati sem ellti Láka hvert sem hann fór, eða var það ekki?
Er að bíða eftir að Amy byrji. Veit ekki afhverju. Hún er ekkert að gera neitt fyrir mig. Það fer líka massa í taugarnar á mér hvað dagskráin á skjá einum er alltaf of sein. Núna er hún 15 mínútum seinni en auglýst er. Maður myndi ætla að þá væri kanski hægt að sleppa nokkrum auglýsingum til að ná réttur róli. neinei. Fyrir skjá einn er það að sleppa auglýsingum dauðasynd.

4 thoughts on “Ratatat

  1. Nákvæmlega.. ég var að fara á límingunum í gær af pirringi út af þessu.. þátturinn var leiðinlegur, eins og alltaf reyndar, eini ljósi punkturinn í þessu er að David er farinn, kannski fer Amy þá að kyssa Brús..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *