Hamingjusamur hrakfallabálkur

Jæja þá er aðventan gengin í garð og óhætt að segja að jólin séu að koma án þess að eiga á hættu að vera skammaður fyrir að tala um jólin of snemma. Jólaundirbúnings tímabilið hefst hjá mér fyrsta sunnudag í aðventu. Síðustu ár hefur Kolla systir boðið okkur hinum í aðventukaffi þennan dag. Þá bakar hún handa okkur dýrindis bollur og gefur okkur heitt súkkulaði með rjóma útí. Það var engin breyting á því þetta árið. Bollurnar voru æðislegar, súkkulaðið himneskt og félagsskapurinn eins og hann verður bestur. Eftir að við vorum búin að gæða okkur á kræsingunum þá fengum við þessa snilldarhugmynd að skella okkur í bíó að sjá Harry Potter, sem við gerðum. Harry stóð undir himinháum væntingum. Svakalega skemmtileg og spennandi mynd!
Það skemmtilegasta gerðist svo í gær. Eftir einstakelga misheppnaðan og mikinn hrakfalla dag þar sem meðal annars þetta gerðist:

  • Ég var í skólanum í heilan dag með risastóran, skærgulan karríblett á peysunni minni.
  • Ég fór á bókasafnið að ná í greinar sem áttu að vera til, en kom svo í ljós að voru ekki í hillunni.
  • Ég sat netlaus og skítkalt á þjóðdeildinni að rembast við að lesa eldgamla grein á þýsku sem reyndist svo vera vita gagnlaus.
  • Á leiðinni út úr bókasafninu rann ég í bleytu datt á hnéð í drullu.

Þegar ég var svo loksins komin heim til mín.. búin að skipta um peysu og buxur.. búin að borða kvöldmatinn.. var að tala við mömmu í símann.. þá var dinglað.. það var pósturinn.. með PAKKA handa MÉR frá MÖMMU! Og viti menn þetta var LOPAPEYSA sem mamma mín PRJÓNAÐI handa MÉR og hún er ÓTRÚLEGA FLOTT!! Þvílík hamingja! Og mamma akkúrat í símanum! Það verður erfitt að toppa þetta móment..

3 thoughts on “Hamingjusamur hrakfallabálkur

  1. Vá, magnað móment.. og nú verður þú að sýna mér þig í peysunni.. hey.. þú bara kemur í henni í piparkökubaksturinn.. (afhverju ætli það sé ekki x í baxtur, eins og buxur).. sem verður á sunnudaginn.. mér finnst það snilldarhugmynd!

  2. já, ég er sko algjör pæja í henni!

    Varðandi buxur og bakstur, þá er bakstur komið af sögninni að baka.. kanski ef það væri komið af sögninni að baxa þá mætti bakstur vera baxtur.. rakstur gæti þá líka orðið raxtur ef það væri komið af raxa en ekki raka.. veit ekki til þess að buxur séu komnar af sögninni að buxa.. ættum kanski að spyrja Sigga Bjöss??

  3. Sumir dagar snúa bara öfugt. Til hamingju með peysuna þína og megi þér alltaf vera hlýtt í henni.SEA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *