Gleðilegt nýtt Kúrbítsár!!
Monthly Archives: December 2005
Jólakveðja
Jæja, þá er þetta bara allt að fara að gerast!
Jólin eru loksins að koma!
Allt að verða tilbúið hérna hjá okkur, allt að verða hreint og fínt, gjafir komnar í jólapappír, jólajkort komin á víð og dreif, jólaskapið í botni!
Þetta verður líklega síðasta færslan á kúrbítnum fyrir jól, líklega verður slökkt á öllu batteríinu yfir heilugustu hátíðarstundirnar. Við notum því tækifærið og..
Óskum öllum þeim sem þetta lesa gleðilegra jóla. Vonandi hafið þið það gott á jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vina, það ætlum við að gera!
GLEÐILEG JÓL!!!
H+P
……..
Forsíðustúlka dagsins..
Tonlist siðustu viku
Prófaði margt nýtt í síðustu viku. Sumt fanst mér frábært og sumt þarf ég að hlusta betur á til þess að mynda mér skoðun. Jeff Who? komu annsi sterkir inn og mæli ég með því að fólk kynni sér þá.. Ég heyrði líka nýja diskinn með Hjálmum og hann er algjört æði! Mér fannst fyrri diskurinn aldrei neitt spes en þessi er algjör snilld. Kanski ég gefi þá gamla disknum séns.. hmm..?
Svo hlustaði ég auðvita á gamla og góða snillinga.. Nick, Bob og U2….
Biscotti Bjössi
Þetta þarftu: 300 g hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1 tsk kanill, 1/2 tsk salt, 125 g mjúkt smjör, 100 g púðursykur, 125 g sykur, 1 msk skyndikaffiduft, 2 egg, 50 g grófsaxaðar hnetur, 185 g suðusúkkulaði, saxað
Svona gerirðu: Hitið ofninn í 165°C og leggið bökunarpappír á ofnplötuna. Sigtið saman hveiti, lyftiduft, kanil og salt í skál. Þeytið saman smjörið, púðursykurinn, sykurinn og kaffiduftið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og þeytið í tvær mínútur. Bætið hnetunum og súkkulaðinu út í og hrærið. Setjið þurrefnin út í og hrærið varlega. Hvolfið deiginu á hveitistráða borðplötu og skiptið því í tvennt. Formið tvo aflanga 2 sm þykka hleifa úr deiginu og leggið á bökunarpappírinn. Bakið í 25 mín. Takið hleifana úr ofninum og látið standa í 5-7 mín., leggið á bretti og skerið í 12 mm þykkar sneiðar. Leggið sneiðarnar varlega með spaða á bökunarpappírinn og bakið í 10 mín., snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mín. Leggið kökurnar á rist og kælið vel áður en þær eru settar í lokað ílát. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2
Að lokum: Eins og nafnið gefur til kynna þá fékk ég þessa uppskrift hjá honum Bjössa. Að sjálfsögðu voru engin egg notuð hjá honum á Meistaravöllunum, heldur var smá mjólkurslurk bætt út í deigið í lokin, plús örlítið meira lyftiduft en gefið er upp, kannski 2 til 2 1/2 teskeið í stað 1 1/2. Það er ekkert erfitt að baka þetta, maður þarf bara soldið mikið að fylgjast með klukkunni. Þetta Biscotti er best í heimi. Syndsamlega gott. 16.12.05 HB
eitt enn..
.. sem ég hlakka sérstaklega mikið til að gera um jólin. Það er að lenda í umferðateppu á leiðinni í, á milli og frá kirkjugörðunum í fossvogi og grafarvogi í r árlegu jólaheimsókn okkar systra þangað á aðfangadag. Svo verður örugglega rok og ekki nokkur leið að halda loga í kertinu. Hljómar ekkert spennandi en trúið mér, þetta er frábært. Hlakka til :o)
Nú ætla ég að fá mér kaffisopa.. mér er eitthvað kalt
Bakkelsi
Jahérna hvað það er stutt í jólin.. hlakka til!
Bakaði í gær dýrindis biscotti. Fékk uppskriftina hjá Birninum og jeddúddamía hvað þetta er gott. Fengum okkur með kaffinu í gærkvöldi. Þetta er fullkomið “með kaffi” nart. Ætla að setja uppskriftina inn á uppskriftavefinn á eftir. Veit ekki hvort ég baki eitthvað meira. Kanski randalínur ef ég man einhverntíma eftir að fá uppskriftirnar hjá mömmu. Þetta eru svona gamaldags röndóttar lagkökur eins og amma mín bakaði. Ótrúlega góðarv önnur brún með hvítu kremi og hin hvít með sultu.. namminamm.. Nenni ekki að baka smákökur. Langar ekkert í. Fæ örugglega smakk þegar ég fer í heimsóknir.. það er alveg nóg.
Hef svo sem ekkert að segja, er bara að bíða eftir jólunum.. lalala..
uppfært: uppskriftin er kominn inn.. kíktu!
hahahhehehehohohoh
Úfff hvað mig kitlar….
Fimm hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
– Giftast Heiðu
– Læra að syngja
– Syngja fyrir fullu húsi
– Borða eina matskeið af kanil
– Eignast börn
Fimm hlutir sem ég get:
– Snúið körfubolta á putta
– Keyrt 44 tonna trukk í snargeðveiku veðri
– Borðað hrútspunga
– Hlustað á óperu
– Þekkt muninn á kumquats og litches
Fimm hlutir sem ég get ekki:
– Gefið öllum að borða
– Tryggt heimsfrið
– Borðað óhrært skyr
– Troðið
– Spilað F.E.A.R. með heddfón
Fimm uppáhalds frægar persónur sem heilla mig:
– Bono
– The Edge
– Michael Jordan
– Ómar Ragnarsson
– Dalai Lhama
Fimm orð/setningar sem ég segi oft:
– Nákvæmlega
– Hvað eigum við að hafa í matinn?
– Eru öll þessi bretti í Fjarðarkaup?
– Hvaða númer er á iceberginu?
– Ætla aðeins í tölvu
Fimm hlutir sem ég sé núna:
– Tölvuskjár
– Sími
– Heddfón
– netmyndavél
– Þurrkaðar döðlur
Kitla Bjarna, Þorgeir, Brynjar og Tedda…
Jólaskap og Kitl
Ég held að ég sé að komast í jólaskap. Loksins. Yfirleitt er ég komin í mikið jólaskap bara strax í byrjun desember en þetta árið hefur það eitthvað láttið á sér standa. Jólaskapið kom í gær þegar ég keypti mikilvægustu jólagjöfina, handa Pétri. Við erum annars búin að kaupa eitthvað af gjöfum, búin að skrifa jólakort, búin að hengja upp seríur, búin að búa til jólakonfekt, búin að baka piparkökur og alskonar annað jóla.. tíu dagar til stefnu. Ég hlakka mikið til, sérstaklega þegar Pétur opnar pakkann sinn frá mér. Hlakka líka til að fara að kaupa jólatré. Við höfum hingað til alltaf keypt íslenskt rauðgreni, svona sem missir allar nálarnar vel fyrir áramót. Í fyrra keyptum við frekar lítið og væskilslegt tré, svolítið vanskapað í laginu, algjört grey. Okkur fannst það langflottast!
Elías bróðir kitlaði mig. Hér kemur það:
Fimm hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
– Fara í heimsreisu
– Giftast Pésa
– Eignast barnabörn
– Spjalla við Bono yfir góðum kaffibolla
– Geta gert 50 armbeygjur (venjulegar)
Fimm hlutir sem ég get:
– Gert 25 armbeygjur (á hnjánum)
– Verið ein með sjálfri mér án þess að leiðast
– Eldað góðan mat
– Hlustað endalaust á tónlist
– Borðað súkkulaði
Fimm hlutir sem ég get ekki:
– Notað tannstöngla úr tré
– Munað að loka á eftir mér
– Horft á auglýsingar í sjónvarpi
– Staðið kyrr
– Hallað mér yfir svalahandriðið
Fimm uppáhalds frægar persónur sem heilla mig:
– Bono
– The Edge
– Larry Mullen jr.
– Adam Clayton
– Nick Cave
Fimm orð/setningar sem ég segi oft:
– Hvað eigum við að hafa í matinn?
– æh, skiluru hvað ég á við?
– Einmitt
– Sko
– Ég elska þig
Fimm hlutir sem ég sé núna:
– Bósi Ljósár
– Stúdentshúfan mín
– Blómstrandi jólakaktus sem Kolla gaf mér í fyrra
– Gamalt strá
– Morgunverðardisk og glas sem ég á eftir að vaska upp
Þannig var nú það. Ég ætla að kitla Pétur, Kollu, Björninn, Helgu og Freyju.