Monthly Archives: December 2005

I wanna love you tender

Muniði eftir vídjói sem gekk einusinni á netinu, það var af svaka hressri og kátri dömu sem ætlaði aldeilis að taka vel á því á hlaupabrettinu, stökk uppá það á meðan það var í gangi og datt alveg svakalega? Alveg ótgeðslega fyndið vídjó.. Munið þið eftir því? Ég var nefnilega vitni að svipuðu atviki í ræktinni í gær. Þá var ein pæjan sem datt nákvæmlega eins og daman í vídjóinu. Hún meiddi sig ekkert þannig að ég leyfi mér að segja að þetta hafi verið með því fyndnara sem ég hef séð. Hló ekkert að henni samt. Bara rosalega hátt inní mér!
Ég ætlaði að láta þetta vídjó fylgja með í færslunni en fann það ekki.
Læt þetta vídjó fylgja með í staðinn. Þetta er alveg magnað……

Ekkert að fretta svo sem..

Notaleg helgi að baki..

Bjuggum til jólakonfekt, tvær gerðir, smakkast vel..
Gáfum öndunum brauð í frosti..
Fórum á kaffihús..
Keyptum nokkrar jólagjafir..
Hlustuðum á mikið af skemmtilegri tónlist..
Horfðum a einn þátt af Nip/Tuck. Lofar góðu..
Ég las í bók..
Pési spilaði tölvuleik..
Smökkuðum jóla túborginn, namminamm..
Bjuggum til sérlega góða pizzu með mexíkósku þema..
Sáum tvær bíómyndir..
Ég fór í klippingu..

Notalegt ekki satt?