ég elska iPodinn minn. Hey, já ég var víst ekki búin að tilkynna það hér að ég er stoltur eigandi splunkunýs iPod video. Hann er svartur og ótrúlega flottur, geymir 60 Gb af efni. Ég get horft á video í honum, skoðað myndirnar mínar og hlustað á öll lögin mín. Pétur gaf mér hann í jólagjöf og hann hefur vart farið úr eyrunum á mér síðan. Hann fer með mér hvert sem ég fer, í búðina, ræktina, í göngutúra, hvert sem er. Það er líka gaman að hafa hann í eyrunum bara þegar maður er að hangsa heima, hækka í botn og dansa. Það er eitthvað svo æðislegt að vera ein með tónlist. Horfa á allt í kring um sig og vera innan um allt en samt eitthvað svo í sínum eigin heimi. Maður tekur minna eftir allskonar þreytandi áreiti. Mjög notalegt og frelsandi :o)
æjá.. hann er yndislegur