!!!

Og heyrið þið það!!
Ég þoli ekki hálku á bílastæðum og fyrir framan búðir og fyrirtæki. Hun(d?)skist þið til að skafa, salta bílastæði og gangstéttar! þið þarna starfsmenn og eigendur.. það er lágmark! Greyis allar gömlu konurnar sem eru skítrhræddar og ganga hænuskref í þessari hálku. Þær eru sko margar þessa dagana. Ég er með þeim í liði.
Ef allir væru nú eins og hann Pétur minn sem mokaði tröppurnar niður í ruslageymslu og saltaði svo greyis ruslakallarnir myndu nú ekki detta á hausinn í morgun þegar þeir komu til að taka ruslið frá okkur.
(ég er meira að segja farin að blogga eins og gömul kona. hann pétur minn, já þessi elska, fáðu þér kandís)
jájájájá
föstudagur segið þið…

4 thoughts on “!!!

  1. sama er uppi á teningnum hér. Samt getur maður aldrei verið ánægður. Hér er mokað og skafið og saltað um leið og fyrsta kornið fellur til jarðar en þá er ekki hægt að draga snjóþotu því allur snjór er tekinn í burtu. Ef maður vogar sér út á tún þá sekkur maður í snjóinn og er hræddur um að drukkna. Ég vil ekki drukkna í snjó….SEA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *