Trabant

Það er einhver deyfð hérna á kúrbítnum. Ekki í mér samt og ekki í Ofurpésa. Hef bara ekki sérlega mikla þörf fyrir að tjá mig hérna þessa dagana. Greinilega ekki Ofurpési heldur. Ætla ekkert að koma með neina afsökun fyrir því. Ég ræð.
Það er einhver leiðinda hausverkur búinn að vera að elta mig síðustu 2 daga. Mér tekst ekki að stinga hann af. Ég sem hélt að ég væri hætt að fá hausverk. Ég hef greinilega eitthvað jinxað þetta og nú er almættið að hefna sín. Sýna hver ræður. Ég læt eins og ég taki ekki eftir þessu. Það fer örugglega í pirrurnar á almættinu..
Ég horfði á tónlistarverðlaunin í gær. Það var ágætt svo sem. Gaman að sjá Emiliönu syngja. Langar að fara á tónleika með henni einhverntíma. Kórinn í byrjun var líka flottur. Sigrún fiiðlukona var líka góð.. og fyndin. Það er ekkert svakalega góð hugmynd að vera með svona svakalega túperíngu í hárinu þegar maður spilar á fiðlu. Hún var í svo miklum fílíng og heysátan á hausnum á henni sveiflaðist þvílíkt til. Mér fanst það fyndið. Lagið var samt skemmtilegt og hún er góð. Mig langar líka að fara á tónleika með Jakobínurínu. Þeir eru miklir stuðboltar. Ég hef enga skoðun á því hvort að verðlaunin fóru í réttar hendur eða ekki. Ég hélt alltaf með trabant þegar þeir voru tilnefndir. Hefði viljað sjá þá taka lagið. Ég elska trabant.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *