Mikið svakalega er Boatmans call með Nick cave and the bad seeds góð plata. Hreint ótrúlega góð. Hún er búin að vera í ipoddinum mínum í 2 vikur. Fæ ekki nóg. Þetta er svona. Er að horfa á gríðarlega spennandi þátt um einhverja samúræja og geishur. Það framdi einhver seppuku. Og það var bara ekkert útskýrt frekar. Hvað er seppuku? Er það kaka? kannski svalandi drykkur? Hver veit. Ömurlegur þáttur. Alveg lágmark að leggjast í smá rannsóknarvinnu áður en maður er með einhverjar fullyrðingar um seppuku. Alveg er ég viss um það hafi verið eitthvert þýskt fyrirtæki sem rannsakaði fyrir þennan þátt. En það er önnur saga (helv…stjörnuljós) Og nú er að hefjast þáttur um Cary Grant. Ríkissjónvarpið alveg að missa sig í fræðslunni. Fínt að nota sunnudagana í þetta kannski. Fræðast um samúræja og Cary Grant. Kannski var Cary Grant samúræji. Eða ekki…eða hvað??? Hver veit. Ekki ég. Kannski veit dagskrárstjóri RÚV það. Ég ætla að hringja í Rás 1. Þeir vita svona hluti. Ég ætla að tala við eitthvert sófasettið þar og sjá hvort það viti eitthvað. Held samt að það verði fátt um svör. Hver hefur reynt að tala við sófasett? Ekki ég. En það verður breyting á því. Kannski svarar enginn þegar ég hringi í Rás 1. Kannski kemur bara skiptiborðið. Hvernig ætli það sé að vinna á skiptiborðinu á Rás 1? Bara gamalt fólk sem hringir þangað og í 90% tilfella er það skakkt númer. Ég er viss um að manneskan sem vinnur á skiptiborðinu er búin að prjóna peysur á alla Íslendinga. 2 umganga. Fínt að vinna á Rás 1. Hef samt aldrei unnið þar. En hver veit? Kannski verð ég með þátt um stjörnuljósaframleiðslu og hvernig Þjóðverjum tókst að klúðra því algjörlega. Hver mundi vilja hlusta á það? Ekki ég. Hvernig hljómar þáttur um tilurð og tilvistarkreppu stjórnmálamanna og aðstoðarmanna þeirra? Ekkert sérstaklega vel. Ég fer kannski frekar í sjónvarpið. Verð með einhvern leiðindaspjallþátt. Nei ég veit. Ég fer um landið og býð sjálfum mér í kaffi á ótrúlegustu stöðum. Sit þar og kjafta við ábúendur og föruneyti. Já…..held það bara…..
Monthly Archives: January 2006
Spurning
Hverjum datt í hug að panta allan þennan snjó?
Ég er að manna mig uppí að fara út og grafa upp bílinn minn. Mér finnst þetta ekkert sniðugt.
Er að fara á Hlöðuna og sækja greinar sem ég pantaði í gær í millisafnaláni. Er ánægð með hvað það tók stuttan tíma að fá þessar greinar. Ég gær var ég á bókasafninu og þurfti að fá greinar sem voru í geymslu í hlöðukjallaranum. Það tók mikla skriffinsku, tíma og þolinmæði að fá þær. Svo þurfti ég að ljósrita sjálf. Það er ekki uppáhaldið mitt. Kanski ég myndi spara mér tíma og pirring með því að panta bara allar greinar í millisafnaláni? þó þær séu til á Hlöðunni..? Þá þyrfti ég alavega ekki að standa við ljósritarann.. spurning.
Jæja, ég get víst ekki beðið lengur. Best að klæða sig í snjógalla og leita að bílnum.. heyrumst :o)
Lúxus líf..
Jæja, er ekki löngu kominn tími á almennilega bloggfærslu? Held það nú..
Þetta nýja ár hefur farið alveg ágætlega af stað. Ég er búin að hafa það gott. Lifa lúxuslífi. Búin að fara í bíó, á tónleika, hlusta á góða tónlist, lesa góðar bækur, borða góðan mat, spjalla, hlæja, dansa, skemmta mér..
Við sáum Chronicles og Narnia í bíó. Ég var búin að hlaka rosalega mikið til að sjá þessa mynd. Man vel eftir þáttunum sem voru í sjónvarpinu þegar ég var lítil stelpa. Mér fannst þeir æði. Myndin olli mér engum vonbrigðum. Hún var flott, spennandi og vel gerð. Hvíta nornin var rosalega flott, langflottust..
Fórum á tónleika gegn virkjunum í Höllinni. Það var frábært! Mér fannst allt mjög skemmtilegt. KK, Björk, Múm, Magga Stína, Mugison, Hjálmar, Rass, Dr. Spock, Sigur Rós. Sá ekki Ghost Digital og ekki Ham og EGÓ. Damien Rice var æðislegur. Ótrúlega æðislegur! Við vorum á gólfinu mjög framarlega allan tíman. Vorum orðin þreytt um ellefu leitið og ákváðum að fara bara heim, enda höfðum við takmarkaðan áhuga á því sem eftir var. Daginn eftir fékk ég stærsta sjokk ársins hingað til. Á forsíðu fréttablaðsins stóð að Nick Cave hafi verið leynigestur og troðið upp í lok tónleikanna. Ég fór að grenja. Komst svo að því seinna að fréttablaðið var að ljúga. Nick Cave var ekkert á staðnum og spilaði ekki neitt. Ég andaði léttar. Ég hefði seint fyrirgefið mér að hafa misst svona klaufalega af honum.. skítalygafréttablað..
Í gær keypti ég mér nýja bók að lesa. Hún heitir A Redbird Christmas og er eftir Fannie Flagg, sem er sú sama og skrifaði, eina af mínum uppáhalds bókum, Fried green tomatoes at the Whistle stop Café. Ég er hálfnuð með þessa og hún er mjög skemmtileg. Þegar ég er búin með hana ætla að ég að reyna að elta uppi fleiri bækur eftir Fannie Flagg, ég er að fíla hana og þennan Suðurríkjahreim.
Það skemmtilegasta sem gerst hefur það sem af er árinu eru tvímælalaust fréttir gærdagsins, en þá eignuðust elskulegir vinir okkar, Matta og Hjálmar, sitt annað barn. Litla dóttur. Við óskum þeim og Tómasi Orra stóra bróður hjartanlega til hamingju með dömuna og við hlökkum mjög mikið til að hitta hana. Það verður vonandi von bráðar..
Ég er annars á leiðinni út. Þarf aðeins að kíkja í búð og fara svo niðrí skóla. Kominn tími til að maður spretti aðeins úr spori í þessu námi sínu..
Haldið við
Bíturinn búinn að vera niðri sökum viðhalds. Ekkert alvarlegt. (7,9,13)
Myndir
Ég er búin að setja inn myndirnar frá aðventunni, jólunum og áramótunum. Margt skemmtilegt þar að sjá!
Njótið
elskielsk
ég elska iPodinn minn. Hey, já ég var víst ekki búin að tilkynna það hér að ég er stoltur eigandi splunkunýs iPod video. Hann er svartur og ótrúlega flottur, geymir 60 Gb af efni. Ég get horft á video í honum, skoðað myndirnar mínar og hlustað á öll lögin mín. Pétur gaf mér hann í jólagjöf og hann hefur vart farið úr eyrunum á mér síðan. Hann fer með mér hvert sem ég fer, í búðina, ræktina, í göngutúra, hvert sem er. Það er líka gaman að hafa hann í eyrunum bara þegar maður er að hangsa heima, hækka í botn og dansa. Það er eitthvað svo æðislegt að vera ein með tónlist. Horfa á allt í kring um sig og vera innan um allt en samt eitthvað svo í sínum eigin heimi. Maður tekur minna eftir allskonar þreytandi áreiti. Mjög notalegt og frelsandi :o)
æjá.. hann er yndislegur
Vetrarljoð
Einu sinni samdi Pésinn minn þetta ljóð:
Fjórar hestalappir ganga eftir freðinni jörð.
Hart er í vetri.
Þetta á nú alls ekki við í dag..
Nýtt ár
Við erum komin heim úr okkar árlega áramótaferðalagi til Hornafjarðar. Þetta skiptið var bara þokkalega auðvelt að ferðast á milli, engin ömurleg færð eða ömurlegt veður. Vel heppnað ferðalag í alla staði. Æðislegt að eyða áramótunum hjá mömmum og pöbbum og systkinum.. Það er best í heimi að vakna á Hraunhólnum á nýársdag, kíkja út fyrir, horfa á Ketillaugarfjall og anda að sér fersku Nesjaloftinu. Toppar það ekkert!
Næst á dagskrá er að rétta úr sér og finna rútínuna..
Svo óska ég henni tengdamömmu minni til hamingju með afmælið í dag!