j’aime j’aime la vie

Ég sit hérna inni í eldhúsinu heima hjá mér við borðið hennar ömmu á flókó með makkarónuna mína fyrir framan mig og er að skrifa. Ég fór á fætur mjög snemma í morgun og það er rífandi gangur í þessu hjá mér. Alveg greinilegt að það eru betri andar á sveimi hérna en í Öskju í gær. Ég var að enda við að borða hádegismatinn minn sem var að þessu sinni beygla með fajitu afögngum, sölsu, grænmeti, baunamauki og öllu tilheyrandi. Með þessu drakk ég seinustu dropana úr rauðvínskassanum sem við keyptum okkur síðustu helgi. Þvílíkur lúxus. Undir þessu öllu hljómar magnaður Nick Cave.
Nú nálgast ég hápunkt dagsins hingað til.. kaffið. Ætla að mala baunir, hella uppá í mokka könnunni, þeyta fjörmólk/matreiðslurjóma bland útí.. alveg spurning hvort ég ætti að rölta út í búð og kaupa mér einn súkkulaði mola með.
Þetta er ótrúlega skemmtilegur dagur 🙂

One thought on “j’aime j’aime la vie

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *