Monthly Archives: February 2006

igs!

áður en ég fer að tala um það sem ég ætlaði að tala um þá verð ég bara að segja ykkur hvað mér finnst svakalega pirrandi, í þessum blogger í safari vafranum, að get ekki gert kommur yfir stafina í titlinum. þetta er samt það eina sem ég er ekki sátt við í þessum vafra. hann er annars æðislegur. titillinn á þessari færslu er semsagt ígs!

ástæðan fyrir því er að ég er heltekin yfir bókinni sem ég er að lesa. Deception point eftir Dan brown. Svaka spenna, hellingur af vísindum. gerist á jökli og það eru jöklafræðingar og borkjarnar og allskonar jöklavísindi sem spinnast inní mjög spennandi sögu um pólitík í bandaríkjunum og NASA og allskonar. mjög skemmtilegt. Ég sofnaði mjög seint í gærkvöldi, bara vegna þess að ég gat ekki hætt að lesa. Ég þurfti að neyða sjálfa mig til að loka bókinni og slökkva ljósið. það var mjög erfitt. Gaman þegar tvö áhugamál koma svona saman í eitt. mjög skemmtilegt.

Ég er annars að fara á Foldu-fyrirlestur núna í hádeginu og er að verða of sein..
bæb

laaangur dagur

Já alveg ekta mánudagur.
Við áttum bæði langan og strangan svanga manga á langa tanga vinnudag. Ekkert leiðinlegan samt. bara langa. Ég var svakalega dugleg í dag. afkastaði mjög miklu og er mjög ánægð með mína.. það verður mikið að gera hjá mér næstu daga, nóg af verkefnum framundan og allt komið á fullt. sem er gott :o)
eru ekki annars allir hressir bara ?
:o)

j’aime j’aime la vie

Ég sit hérna inni í eldhúsinu heima hjá mér við borðið hennar ömmu á flókó með makkarónuna mína fyrir framan mig og er að skrifa. Ég fór á fætur mjög snemma í morgun og það er rífandi gangur í þessu hjá mér. Alveg greinilegt að það eru betri andar á sveimi hérna en í Öskju í gær. Ég var að enda við að borða hádegismatinn minn sem var að þessu sinni beygla með fajitu afögngum, sölsu, grænmeti, baunamauki og öllu tilheyrandi. Með þessu drakk ég seinustu dropana úr rauðvínskassanum sem við keyptum okkur síðustu helgi. Þvílíkur lúxus. Undir þessu öllu hljómar magnaður Nick Cave.
Nú nálgast ég hápunkt dagsins hingað til.. kaffið. Ætla að mala baunir, hella uppá í mokka könnunni, þeyta fjörmólk/matreiðslurjóma bland útí.. alveg spurning hvort ég ætti að rölta út í búð og kaupa mér einn súkkulaði mola með.
Þetta er ótrúlega skemmtilegur dagur 🙂

fjör fjör fjör

Meira fjör af overheard in New york.. til að koma okkur í föstudagsgírinn:

Grandma: Baby for sale! Baby for sale!
Dad: Ma, don’t do that!
Grandma: What? They know it’s a joke!

Man: Yeah, he broke his leg.
Woman: Oh, really? That’s too bad.
Man: Oh, it’s okay though, he broke both of them

Girl #1: So he told me that no matter what happens on June 31st, he will come to my house and we’ll discuss our wedding.
Girl #2: I wish my boyfriend would be there for me.
Girl #1: It sounds nice, doesn’t it? Except there is no 31st of June.

#$%&¢®%#$&%#!!

Einbeiting óskast.. helst gefins og helst strax.
Suma daga get ég bara ekki einbeitt mér að því sem ég er að gera. Ég er búin að vera í nánast allan dag að skrifa 15 línur. Ég er alltaf að breyta og stroka út og skrifa aftur og endalaust fokk.
Kem ekki út úr mér einu almennilgu orði!
*ríf í hár*

Dugleg :o)

Já ég er búin að vera ansi dugleg í dag. Vaknaði snemma og fór snemma í skólann, tjahh.. allavega miðað við það sem ég geri vanalega. Er búin að ná að halda einbeitingunni nokkuð miðað við átökin sem eru framundan í handboltanum. Það er afrek. Stórkostlegur leikur í gær. Sat ein heima og öskraði mig hása og grét gleðitárum í leikslok. Vona að stemningin verði svipuð á eftir..
spennaningurinn magnast.