Á öllum klósettunum í Öskju er ilmandi rakspíralykt. Ekki mjög góð. Þessari lykt er sprautað úr sjálfvirkum sprautum sem er fyrir ofan hvert klósett og er ætlað að yfirgnæfa aðra lykt sem gæti orðið til við brúkun klósettanna. Það virðist vera sem það sé einhverskonar tímaskynjari sem stjórnar því hvenær þessi svakalega rakspíralykt sprautast út. Það er mjög hvimleitt að vera akkúrat stödd á klósettinu þegar þetta gerist því lyktin festist vel í nösunum á manni það sem eftir er dagsins. Þetta kom fyrir mig í dag. Vildi bara deila þessu með ykkur.
Er farin á bókasafnið..
voðalega eru þessir jarðvísindamenn viðkvæmir. þola þeir ekki smá kúkalykt?
Grýla…..Grýla…..skítafýla….
má ekki vera skítafýla í svona fínu húsi.. það mátti alveg í jarðfræðahúsinu í gamla daga