Um helgina heklaði ég 29 dúllur. Er að hugsa um að breyta fína dúlluteppinu mínu í rúmteppi. teppið er úr 192 dúllum en ég reikna með að þurfa að gera 300 dúllur í viðbót svo það sé nógu stórt fyrir rúmið sem er King Size. Fer nú létt með það. Það er frábært að hekla. Sérstaklega eitthvað svona sem maður má alltaf vera að skipta um lit og svona. Mjög þerapjútikk að hekla. Svo getur maður verið að gera svo margt annað á meðan maður heklar.. til dæmis horft á formúluna, hugsað málin og síðast en ekki síst, hlustað á tónlist og sungið með.. það er skemmtilegast.
játs..
fór í ræktina í morgun, klukkan sjö. Mjög dugleg. Dóri var líka í ræktinni. Hann tók bara á því held ég.
þú ert ekkert smá dugleg.. og mikið rosalega þykir mér vænt um þig elsku Heiða mín.. sakna þín eitthvað svo mikið núna.. langar í gott kaffi meððér og góðan súkkulaðimola líka… mér finnst eitthvað svo langt síðan við hittumst síðan.. alveg heilir 9 dagar eða eitthvað…
Þú ættir að sjá mig í bekkpressu!
Mikið ertu dugleg Heiða að hekla svona.