Jæja krakkar mínir, nú er mál að kynna nýjungar hérna á kúrbítnum.
Fyrst ber að nefna hið stórskemmtilega og mjögsvosniðuga myndablogg sem ég hef sett upp hjá mBloggi símans. Þið finnið það hérna til hægri á síðunni, undir kúrbítnum. Lítið komið en verður meira og meira.. Þar fyrir neðan getið þið augum litið hvaða stórgóða tónlist læðist ljúflega um í hlustum okkar í það og það skiptið. Stórskemmtileg og mjögsvosniðug nýjung þó ég segi sjálf frá
Næst ber að nefna nokkra nýja stórskemmtilega og mjögsvosniðuga tengla. Nokkur blessuð börn á barnalandi. Funheitan tengil á heimasíðu hinnar stórgóðu hljómsveitar ANTIK sem er að gera það gott um þessar mundir. Einnig er kominn tengill á hið stórgóða félag framhaldsnema í jarðvísindum við HÍ er nefnist Folda.
Af okkur er annars allt fínt að frétta og við bæði í góðu duddi..