Stundum er óþægilegt að vera stúdent í rannsóknarnámi. Það tekur á taugarnar og reynir á geðheilsuna. Ég þarf ekki að mæta í neina tíma. Það er enginn sem tékkar á því hvort ég mæti í skólann á hverjum degi. Ég er að vinna að verkefninu mínu sem ég valdi mér sjálf að gera og ber algjörlega ábyrgð á og það er bara fyrir mig gert. Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að láta allt annað en verkefnið ganga fyrir. taka sér smá frí og skreppa hingað og þangað og mæta bara stundum og allskonar svoleiðis. Þetta veldur því að skipulag verkefnisins fer í rúst og allt hleðst upp. Þá fer manni að fallast hendur og veit ekkert hvar maður á að byrja sem veldur því að maður byrjar kanski ekkert..
Agi er allt sem þarf.
Ég er ekki haldin miklum sjálfsaga.. ég er oft löt og hugsa “þetta reddast..” En sem betur fer er ég líka þrjósk og ég hætti yfirleitt aldrei. það er svooo glatað. Þrjóskan er það sem sparkar í rassinn á mér þegar allt er að keyra yfir um. Þá verð ég aftur dugleg. Allavega í smá stund..
Held stundum að ég hafi ekki verið að hugsa rökrétt þegar ég skráði mig í þetta nám :o)