Aldrei áður hef ég verið með bláan og grænan fót. En þannig er nú staðan í dag. Snéri mig svona hrottalega á miðvikudaginn seinasta og er ekki enn búinn að bíða þess bætur. Þetta virðist nú samt horfa til betri vegar. Vorum að fá okkur nýja netþjónustu (ég veit, skipti oftar en um brækur) vonandi getum við fengið okkur skjáinn fljótlega. Fékk mér soldið sniðugt leikfang á netinu.
Lætur ekki mikið yfir sér, en er alveg ótrúlega skemmtilegt! Alveg eins og gaurarnir í Pusher Street köstuðu í lögguna! Já krakkar mínir…Það verður gaman í sumar.
P.S. Eitthvað ves með að setja mynd hérna inn af leikfanginu mínu…Reynum aftur síðar.
lætur svo lítið fyrir sér að ég sé ekki einu sinni mynd af fyrirbærinu..
Hrikalegt að snúa sig svona 🙁 …. en mikið rosalega vorum við góðir fram að því 😉