Það er ég.
Ég var að taka til niðrí geymslu áðan. Tók saman allar dósirnar og flöskurnar, sorteraði og taldi í poka. Þetta tók alveg einn og hálfan tíma og var alveg hellings púl. Svo fór ég í endurvinnsluna og skilaði draslinu. Svo fékk ég útborgað!. Ég græddi 4041 krónu! það er enginn smáræðis hellingur. Ágætis laun fyrir að taka til eftir sjálfan sig.
Fórum í gær á tónleikana og það var algjört æði!
Þau voru öll frábær. Slowblow voru meiriháttar, miklu skemmtilegri en ég bjóst við. Smog stóð alveg undir væntingum og rúmlega það. Joanna Newsom var stórkostleg. Hún er alveg stórkostlega mögnuð. Pínkulítil og sæt og eiginlega ekki hægt að hlusta á hana óbrosandi. Mér finnst líka magnað hvernig það er hægt að hamast svona á hörpunni eins og hún gerir og syngja um leið. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta. Hún spilaði þrjú ný lög sem voru öll mjög góð, en kanski full löng. Örugglega rúmar 10 mínútur. Pétur dottaði meira að segja í lengsta laginu (hann sofnar nú alltaf í kirkju hehehe) sem var næst síðasta lagið. Kanski engin furða.. mjög rólegt andrúmsloft í kirkjunni og fólk farið að sitja og liggja á gólfinu. Tónlistin róleg og seiðandi. Ekta tónlist til að kúra við. Frábærir tónleikar alveg!
Hrýtur hann líka í kirkju?
ég pikka nú yfirleitt í hann áður en það gerist 🙂
Hæ hæ, ramba stundum hér inn. Mér finnst þetta blogg alveg endalaust skemmtilegt. Kveðja úr Grindavík Guðrún Arna
Hæ Guðrún!
gaman að þú skulir kíkja við. Bið að heilsa gaurunum þínum í Grindavík :o)