Leti

Tekur þá sumarfríið brátt enda. Fúlt. Búið að vera gott sumarfrí. Kannski ekki búinn að gera mikið samkvæmt einhverjum mælikvörðum. Búinn að hafa það gott. HM var skemmtileg keppni og ekki voru NBA úrslitin leiðinleg. Svo er maður búinn að fara í nokkra göngutúrana hérna í sveitinni. Alltaf jafn falleg þessi sveit. Við fundum meira að segja foss uppá Laxárdal sem við höfum aldrei séð áður. Magnað. Ligg nú bara uppí rúmi núna. Er ekki alveg að nenna á fætur. Veit ekki hvað þetta er. Leti heitir það held ég. Já svei mér þá. Kannski að maður kíki út með myndavélina og taki nokkrar. Talandi um myndir. Ef fólk er orðið óþolinmótt að bíða eftir nýjum myndum, þá get ég kætt fólk með því að það er verið að vinna í þessu. Ætli það endi ekki með því að einhverjar myndir rati hérna inn. Hvenær það verður hef ég ekki hugmynd um. Lendum í Reykjavík á föstudag. Það verður gott að komast heim til sín aftur og fara að vinna. Maður hefur ekki gott af því að hanga svona lengi í sumarfríi. Jú…skipti um skoðun…maður hefur gott af því. Svo ætla ég rétt að vona að Svanfríður sé farin að hlusta á Jens Lekman.

4 thoughts on “Leti

  1. Já mig langar að fara að sjá þessar myndir fara að skella sér inn hérna 😉 sérstaklega af okkur bræðrunum í körfuni 😀 það var alveg móment sem er gaman að eiga í ramma 🙂

  2. Bessuð sértu sveitin mín… o.s.frv. Öfunda ykkur pínu að vera þarna í Nesjunum (fyrirheitnalandinu)Gaman að fá glóðvolgar myndir þaðan :)Kveðja úr Grindó

Leave a Reply to Ameríkufari segir fréttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *