Monthly Archives: August 2006

Mál málanna

Jæja fólk, nú á ég bara eftir að vinna 4 tíma í dag og 8 tíma á morgun og þá er ég orðin atvinnulaus! jibbýý!! hvað ég hlakka til 🙂
tjah.. kanski ekki beint til að vera atvinnulaus, heldur sérstaklega að hætta í þessari vinnu og fara heim til mín. .. men hvað það verður næs..
Mál málanna í dag er samt þessi sæti strákur

(myndinni stal ég af heimasíðu foreldra hans)

Til hamingju með þriggja ára afmælið Tómas Orri :o)

Þreytt Heiða

Hæ elskulegir aðdáendur Kúrbítsins :o)
Ég skrifa héðan úr vinnunni. Síðasti vinnudagurinn í tólf daga vinnutörn. Ég er þreytt. Mikið verður nú gott að komast í helgarfrí! Eftir helgarfríið þá á ég bara eftir að vinna 4 daga hérna á upplýsingamiðstöðinni og jöklasýningunni. Hvað gerist næst er algjörlega á huldu. Fyrir öllum. Líka mér. Það eina sem ég veit er að ég fer heim til mín að knúsa Pésann.. Það verður langþráð knús :o)
Ég er sumsé í atvinnuleit. Og ef einhver lumar á einhverri sniðugri hugmynd að skemmtilegu starfi handa mér má sá hinn sami lauma því hið snarasta til mín. Ég tek því fagnandi.
Annað sem ég ætla að gera þegar ég er búin í vinnunni minni hérna fyrir austan er að fara aftur í ræktina mína í Reykjavík. Ætla að skrá mig aftur á svona námskeið eins og ég fór í síðasta haust og mér fanst svo skemmtielgt. Þíðir ekkert annað en að halda áfram að hreyfa sig og jafnvel týna einu og einu kílói á meðan. Svo er ég líka búin að hlakka til í allt sumar að fara stafgöngurúnt um Elliðárdalinn. Það er pottþéttur staður til að staf-ganga.. held ég.
Af dagskránni minni í september ber hæst að nefna NICK CAVE tónleikana. Loksins fer að líða að þeim. Játs og svo er líka eitt stykki brúðkaup. Þau Bríet og Steinn að fara að ganga í það heilaga. Ég efast ekki um að það verði skemmtilegur dagur. kanski að maður kaupi sér eitthvað flott dress.. maður á ekki vera lumma í brúðkaupi, ha?
tjah.. já! svo er ég að fara í afmælisveislu núna um helgina hjá honum Tómasi Orra. Loksins loksins get ég mætt í afmælisveisluna hans, er búin að missa af þeim tveimur fyrstu, sem mér hefur fundist alveg glatað! Það verður örugglega svakalega gaman.

jáh.. nenni ekki að vera í vinnunni. Það er samt alveg makalaust hvað einn sætur túristi getur hresst upp á daginn hjá manni. Kom einn sætur áðan.. verst hvað það gerist sjaldan, oftast eru þetta nú einhverjir mis-skemmtilegir gamlingjar..neinei kanski ekki gamlingjar. bara stundum.
bla bla bla…

óhapp

Í dag lenti ég í óhappi. Ég missti símann minn flotta (Bristow) úti á palli og bakið datt af honum, datt niður á milli spýta og undir pallinn. Ótrúlega vel gert hjá mér. Ég, sem var á leið út á pall í sólbað með fullar hendur af sólbaðsdóti, gat, af minni alkunnu snilld, reddað málunum auðveldlega með pönnukökuspaða og gafli.
Sólbaðið var mjög gott :o)

Diddiddiddidiriddididdi

Ég fékk versta mígreniskast sem ég hef fengið í áraraðir í gær. Vaknaði klukkan 7 um morguninn með versta hausverk ever og byrjaði að gubba hálftíma síðar og hélt því áfram á hálftíma fresti fram eftir degi. Fór á fætur rétt fyrir kvöldmat og var þá það versta afstaðið. vVaknaði aftur með hausverk í morgun en hann fór sem betur fer svona klukkutíma áður en ég þurfti að fara að vinna. Ég beytti öllum brögðum sem ég kunni og sem betur fer tókst mér að hrista þetta af mér.. núna er mér batnað :o)
Þar af leiðandi er ég bara í mjög góðu skapi og hress og kát. Er í vinnunni og þar er bara allt mjög rólegt. Nógur tími til að hangsa. Ég er byrjuð á peysunni minni grænu og fínu. Búin að prjóna heilar 5 umferðir og finnst ég ótrúlega dugleg. hlakka ekkert smá til þegar hún er tilbúin. Þið getið séð hvernig hún verður hérna á myndinni. Þessi græna til vinstri, nei hægri meina ég… Mega gebba flott!! Hefði verið búin með miklu miklu meira ef mígrenið hefði ekki truflað mig en hvað getur maður gert.. shit happens..
Í dag hitti ég svo hann Didda frænda minn (diddiddiddidddiriddididda frænda). Hann kom í heimsókn til okkar og gisti eina nótt. Bara gaman að því. hef ekki hitt hann í mörg mörg ár eins og svo mikið af þessu frændfólki mínu. hann sýndi okkur ansi skemmtilegar myndir frá ættarmótinu sem var í sumar og við fórum ekki á. hefði verið gaman að mæta þangað. Fyndið hvað allir eldast hratt þegar maður hittist sjaldan. Allir krakkarnir bara orðnir fullorðnir!! sniðugt hvað tíminn líður líka þar sem maður er ekki sjálfur.. alltaf verður maður jafn hissa á því hehehe.
Þannig var það nú í dag..
ðis keis is kollósd!! (ford fairlane style)