Í dag lenti ég í óhappi. Ég missti símann minn flotta (Bristow) úti á palli og bakið datt af honum, datt niður á milli spýta og undir pallinn. Ótrúlega vel gert hjá mér. Ég, sem var á leið út á pall í sólbað með fullar hendur af sólbaðsdóti, gat, af minni alkunnu snilld, reddað málunum auðveldlega með pönnukökuspaða og gafli.
Sólbaðið var mjög gott :o)
Grey’s Bristó, en gott að gaffallinn og pönnukökuspaðinn voru tilbúnnir til að hjálpa.
Þetta hefði nú aldrei komið fyrir buttercup(nýji síminn minn)