Monthly Archives: October 2006

Djöflaterta

Við erum á leiðinni í matarboð til Ismars og Özru og við þurfum að taka með okkur desert. Mín snaraði þá í eitt stykki djöflatertu eins og ekkert væri 🙂

Glæsileg terta sem vekur lukku

Þetta þarftu: Botnar: 280g púðursykur, 40g kakó, 250ml mjólk, 90g dökkt súkkulaði, 125g mjúkt smjör, 2 egg, aðskilin, 1tsk vanilludropar, 180g hveiti, 1tsk sódaduft. Súkkulaðihjúpur: 100g súkkulaði, 60g smjör, 2msk flórsykur. Vanillurjómi: 2 1/2dl rjómi, 1tsk vanilludropar eða 1msk vanillusykur.

Svona gerirðu: Botnar: Hitið ofninn í 160°C. Setjið 1/3 af púðursykrinum í pott ásamt kakóinu og mjólkinni. Hitið þetta við vægan hita þangað til kakóið er uppleyst. Takið pottinn af hitanum og bætið súkkulaðinu út í og hrærið þangað til það er bráðið. Kælið lítillega. Hrærið saman smjör og afganginn af púðursykrinum þangað til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá eggjarauðunum saman við, eina í einu. Setjið vanilludropana út í ásamt súkkulaðiblöndunni. Hrærið þetta vel saman. Blandið svo hveiti og sódadufti varlega saman við með sleikju. Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið þær svo varlega saman við. Smyrjið svo botninn á tveimur smelluformum eða klæðið þau með bökunarpappír. Hellið deiginu í formin og bakið í u.þ.b. 35-45 mínútur. Látið botnana kólna í formunum í 5 mín áður en þið hvolfið úr þeim á bökunarpappír. Kælið botnana vel. Súkkulaðihjúpur: Setjið súkkulaði og smjör í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Hrærið rólega í og gætið þess vel að blandan hitni ekki of mikið. Bætið flórsykri út í og þeytið vel saman. Kælið þar til hjúpurinn hefur þykknað. Vanillurjómi: Þeytið saman rjómann, flórsykurinn og vanilludropana. Þessi vanillurjómi er svo settur á milli botnanna tveggja og súkkulaðihjúpirnn fer ofan á kökuna.

Að lokum: Þessi kaka er algjör killer! alveg svakalega góð! Uppskriftin er fengin úr nýja kökublaði gestgjafans og prýðir forsíðu blaðsins. Við notuðum 70% síríussúkkulaði þegar við gerðum þessa köku um síðustu helgi. Það er sagt í uppskriftinni að það se best að nota form sem eru um 20-22 cm í þvermál því þá verður kakan svona há og flott. Okkar form eru held ég 26 eða 28 cm en þrátt fyrir það var hún alveg massa flott. Ekki alveg jafn þykkur rjóminn á milli og hjúpurinn ofaná náði nú ekki að leka en hún var samt geggjað flott eins og þið sjáið nú á myndinni, miklu flottari en á forsíðunni á gestgjafanum finnst mér sko.. ha?

Dæmi nú hver fyrir sig

Pasta með grískum kjötbollum

Þetta þarftu: 5oogr nautahakk, salt, pipar, 1msk hveiti, 2msk tómatkraftur, 2msk jógúrt án ávaxta, 1msk laukur (hehe), 1búnt steinselja, ólífuolía, grænt pasta (tagliatelle til dæmis), sítróna. Sósa: 2dl jógúrt án ávaxta, 2 hvítlauksgeirar, steinselja

Svona gerirðu: Blandið hakkinu saman við krydd, jógúrt (2msk), hveiti og tómatkraft. Rífið lauk (eða saxið mjög smátt) og saxið steinselju smátt (geymið uþb 1msk útí sósuna). Bætið útí og blandið vel saman. Hnoðið litlar bollur úr deiginu og steikið í olíu. Sjóðið pasta og látið vatnið renna vel af því. Blandið smá ólífuolíu við pastað. Sósa: Merjið hvítlauksrif og blandið saman við restina af jógúrtinu. Kryddið með salti, pipar og steinselju.

Að lokum: Ólífuolían sem er sett út á pastað gefur því sérlega góðan ólífukeim. Pastað er borið fram með kjötbollunum ofan á og slettu af sósu (eða bara sósa on the side). Einnig er gott að hafa sítrónubáta með og kreista yfir. Þennan rétt hef ég aldrei eldað sjálf en Pétur eldaði þetta handa mér fyrir stuttu síðan og þetta verður pottþétt eldað aftur því þetta er rosalega gott! Uppskriftina fékk hann úr bókinni Af bestu lyst 2 sem þýðir að þetta er líka hollt :) Sósuna væri hægt að nota með allsonar réttum, tildæmis sem ídýfa eða bara ofan í bakaða kartöflu! HB

Fjúhhh!!

Þessi vika er gjörsamlega búin að æða áfram. Tíminn líður eitthvað svakalega hratt þessa dagana og nú er bara kominn föstudagur ef þið skilduð ekki vera búin að taka eftir því! Ég missti að vísu einn dag úr þessari viku þar sem ég lá í killer mígreni með öllu tilheyrandi á þriðjudaginn. Það varð til þess að ég missti af ótrúelga skemmtilegum leikfimitíma. Mjög fúlt. Fór samt í leikfimi í gær í allsvakalega stöðvaþjálfun og er með harðsperrur allstaðar í dag.. næstum því. Er að spá í að fara á eftir í svona hjólapartýtíma eins og ég er búin að fara í tvo síðustu föstudaga en ætla samt að sjá til..

Langaði að sýna ykkur eitt merkilegt sem ég fann á netinu áðan.. Þetta hérna..
Mér finnst þetta rosalegt! Staðfestir bara það að maður á að taka öllu sem maður sér, í auglýsingum og tímaritum og sjónvarpinu og bara út um allt, með fyrirvara.. díses..

Góða helgi samt öll sömul :o)

Hjá.. Hjákátlegt

Mánudagur mættur enn á ný. Dagurinn er að mestu leyti búinn að snúast um þvott í mínu tilviki. Er búin að þvo allt sem hægt er að þvo – þrjár vélar ef þið hafið áhuga. Þetta þýðir líka að ég er búin að hlaupa þrisvar sinnum upp og niður 48 tröppur með fangið fullt af þvotti. Ein ferð eftir.. ég bíð spennt.
Hittum alla bræður hans Péturs um helgina. Á laugardaginn buðum við þeim eldri, Brynjari og Tedda í kaffi og Jógúrtbollur (eftir uppskrift Konnýar að sjálfsögðu) og að sjálfsögðu komu kærusturnar þeirra með og ég hitti þær í fyrsta skipti. Verð ég að segja að mér lýst nú bara ansi vel á þær. Gæða dömur báðar tvær :o)
Á Sunnudaginn þá skelltum við okkur svo á Körfuboltamót í Garðabænum þar sem Heimir Konráð hinn yngsti var að keppa með Sindra. Við fórum öll að horfa á hann, og ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram hver var langflottastur og bestur af öllum þarna á svæðnu.. og sætastur!

Líkir bræður :o)

En ég verð nú bara að líka að segja ykkur frá matnum sem við elduðum um helgina líka. Mér langaði í eitthvað ótrúlega æðislega gott svo ég hringdi auðvitað í snillinginn hann pabba minn. hann kenndi mér hið snarasta að elda hið margfræga Chili sem við gerðum og gæddum okkur svo eiginlega í öll mál alla helgina.. því það er náttla ekki hægt að elda lítið chili.. En já.. Jibbý! Mánudagur!!!

jæja krakkar..

Allt fínt að frétta hérna megin. Sitjum hérna skötuhjúin hlið við hlið í sófanum heima hjá okkur með sitthvora tölvuna í fanginu. Þetta er einkar rómantískt hjá okkur. Spjöllum jafnvel saman á msn! en það er auðvitað bara í gríni 🙂

Ég var í leikfimi áðan. Geggjaður tími. Þetta var svona Boot Camp. Þvílíkt púl! en eftirá líður mér alveg einstaklega vel. AAAaaaahhhhhhhh… Þvílík slökun.

Annars ætlaði ég ekkert að segja neitt sérstakt. Var á bloggrúnti.. datt í hug að kanski ætti ég að blogga eitthvað fyrir þá sem taka rúntinn hingað inn. Já og kanski ég sýni ykkir eina flotta mynd af mér og fleiri pæjum í brúðkaupinu sem ég fór í um daginn…

..já þokkalegar pæjur sem við erum :o)

Flippaður…

Ég hef nú ekki sagt orð hérna í háa herrans tíð. Af hverju ætli það sé? Er maður ekki að nenna þessu? Held ekki. Rembast við að vera sniðugur. Hættur að rembast.

Ipod er æði. Þarfasta uppfinning þessarar aldar. Fer ekki ofan af því. Sjöffúlinn minn er búinn að reynast mér æðislega vel. Ég hlusta á hann allan daginn…nonstop. Hlusta á allt mögulegt. Nick Cave er búinn að vera vinsæll uppá síðkastið. Er samt að spá í að setja nýtt á spilarann í kvöld. Voða gaman að setja soldið hresst stöff fyrir föstudagana. Koma sér í gott stuð fyrir helgina.

Uppáhalds..

..lagið mitt þessa dagana er Chasing Cars með Snow patrol.
..platan mín þessa dagana er We are the Pipettes með The Pipettes.
Ef þið hafið ekki hlustað á The Pipettes þá er það algjört möst. Þessar dömur útiloka gjörsamlega allt vont skap!

Ég er bara kát í dag. Leiðist pínu.. en ekkert svo mikið. Það er svo margt ótrúlega skemmtilegt í lífinu þó svo ég sé ekki í einhverri svakalega skemmtilegri draumavinnu. Eiginlega er alltaf gaman hjá mér. Er alltaf með svo skemmtilega tónlist í eyrunum.

Fór líka í skemmtilegan göngutúr á Úlfarsfell um síðustu helgi með mínum heittelskaða. Tókum þessar myndir þá