Þetta þarftu: 600gr ýsuflök. Tómatkryddsósa: 1 græn paprika, 1 rauð paprika, 1 laukur, 1 dós niðursoðnir tómatar, 2og1/2 tsk þurrkað basil, 1/2 tsk tabaskó sósa, salt og pipar. Deig: 1og1/2 dl haframjöl, 1/2 dl heilhveiti, salt, pipar, 2 msk smjörlíki, 4 msk rifinn ostur (17%)
Svona gerirðu: Sósan: saxið paprikur og lauk, sjóðið saman tómata, paprikur, lauk, basil, og tabaskó sósu þar til sósan hefur þykknað (uþb 15-20 mín). Skerið fiskfökin í stór stykki og raðið þeim í ofnfast fat. Hellið svo sósunni yfir fiskinn. Deig: Blandið saman haframjöli, heilhveiti og saltogpipar. brytjið smjörlíkið saman við og blandið líka ostinum við. Stráðið þessu svo yfir fiskinn og það. Bakið við 175° í 20 mín.
Að lokum: Þetta er nýi uppáhalds maturinn minn. Vægast sagt frábær réttur. Ég hef aldrei eldað þetta sjálf, er svo heppin að eiga mann sem finnst gaman að elda góðan mat handa mér! Hann setur alltaf heila teskeið af tabaskói og það er akkúrat passlegt. Það er betra að hafa soldið kikk í þessu. Þetta er líka svaka holt segir bókin (Af bestu lyst), en uppskriftin er þaðan.. Með þessu höfum við borðað hrísgrjón, en erum að spá í að prófa kúskús einhverntíma, og jafnvel spaghetti. HB