Döðlubrauð

Gómsætt með ískaldri mjólk

Á svona degi er algjört möst að baka eitthvað svakalega gott. Snjókoma og kalt úti.. þá jafnast ekkert á við glóðvolgt döðlubrauð beint úr ofninum. Játs, við bökuðum döðlubrauð og það var mjög ljúffengt. Þið getið skoðað uppskriftina hérna að neðan.. GEBBA GOTT!!

Þetta þarftu: 3 1/2 dl hveiti, 2 tsk lyftiduft, 1/2 tsk salt, 2 1/2 dl sykur, 2 1/2 dl saxaðar döðlur, 2 1/2 dl grófsaxaðar valhnetur, 2 egg, 2 dl léttmjólk, 3 msk matarolía, 1 tsk vanilludropar

Svona geririðu: Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri ásamt döðlunum og hnetunum. Hrærið saman (í annarri skál) eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum með gaffli. Blandið svo öllu saman með sleif og setjið í smurt aflangt form. Bakið á neðstu rim við 180°C í uþb 45 mínútur.

Að lokum: Í veðri eins og í dag þá er eiginlega bara skylda að baka. Fyrstu snjókorn vetrarins að falla og kalt úti. Þetta er alveg tilvalið. Snúum okkur að bakstrinum.. Sko ég átti bara svona einnota form og setti þetta deig í tvö svoleiðis. Svo notaði ég líka fjörmjólk en ekki léttmjólk eins og er í uppskriftinni en það bíttar ekki skipti. Brauðið smakkaðist alveg sérdeilis prýðilega nýkomið úr ofninum. Gott með og án smjörs. Við skemmtum okkur líka mjög vel í myndatökunni :) HB.

Bakarinn að smakka með smjöri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *