Monthly Archives: February 2007
Protected: Merkilegir tímar
Protected: Klipping!!
í búðinni
18-02-07_1404.jpeg
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Kalli frændi?
Protected: Bolla bolla bolla
Grinderman
Grinderman heitir hljómsveit skipuð þeim Nick Cave, Warren Ellis, Martin Casey og Jim Sclavunos. Ég er búin að vera að bíða eftir plötunni þeirra í svolítinn tíma. Búin að heyra smá og það sem ég er búin að heyra lofar ótrúlega góðu. Platan þeirra sem kallast bara Grinderman er væntanleg 5. mars held ég. En þeir voru að gefa út singúlinn No Pussy Blues sem ég ætla að deila með ykkur, enda alveg magnað stöff!
Túlípanar
Túlípanar
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Fínu túlípanarnir mínir inní eldhúsi
Vanagangur
Jahérna, ég get nú varla pikkað fyrir harðsperrum! Er með klikkaðar harðsperrur í armbeygjunum eftir leikfimistímann í gær.. gerði örugglega 5000 armbeygjur.. hlýtur að vera!
Þetta átti nú samt ekkert að vera eitthvað harðsperrublogg. Heldur meira svona hvaðeraðfréttablogg. Hefst þá lesturinn…
Litli frændi okkar hann Heimir Rafn kom í heiminn þann 11. feb, mömmu hans, henni Rakel, til mikillar gleði og auðvitað okkur öllum hinum líka. Hann er algjör rúsína (af myndinni af honum sem ég fékk senda í símann minn að dæma) en ég get ekki beðið eftir að fá að skoða hann almennilega. Vonandi bráðum..
Tjah.. það var annars frekar gestkvæmt hjá okkur um helgina. Fyrst komu Heimir Konráð, Teddi og Erna aðeins í spjall á laugardaginn og á Sunnudaginn komu báðar systur mínar í heimsókn með sína kalla og börn, enda við búin að baka algjörlega ómótstæðilega súkkulaðiköku sem þær gátu bara ekki staðiðst… Uppskriftin er væntanleg á uppskriftarvefinn ásamt ómótstæðilegri gestkauppskrift frá Kollu sætu..
Þess fyrir utan er bara ekkert að frétta og gengur lífið bara sinn vanagang..
Kvöldmaturinn
Enn einu sinni er ég gjörsamlega tóm í hausnum að reyna að finna út hvað ég á að hafa í kvöldmatinn. Þetta kemur iðulega fyrir. Fyrir okkur er kvöldmaturinn ótrúlega mikilvægur. Við eldum alltaf eitthvað, þó svo að við séum “bara tvö”, mörgum til mikillar undrunar. Þetta er fyrir það fyrsta eina máltíð dagsins sem við borðum saman, við borð. Við eldum kvöldmatin yfirleitt saman líka og göngum frá. Þetta er semsagt mesti spjalltími dagsins. Hápunktur dagsins að mínu mati. Okkur finnst líka rosalega gaman að borða. Við borðum allskonar mat og prófum oft eitthvað nýtt..
En allavega. Þá vantar mig hugmynd að kvöldmötum. Ég hef því ákveðið, hér með, að óska eftir gestauppskriftum á matarvef Heiðu Bjarkar sem þið getið skoðað hérna til hægri (ég setti btw tvær nýjar uppskriftir þangað inn í gær). Bara endilega sendið mér einhverjar góðar uppskriftir. Auðvitað má líka senda mér uppskriftum að einhverju öðru en kvöldmat.. til dæmis kökum! Kolla mín, þú mátt tildæmis senda mér uppskriftina af jamie oliver kjúklingnum þínum :o)
Til þess að senda mér uppskriftina þá smellið þið bara á kúrbítinn!
Fleiri myndir!!
Ef ykkur leiðist þá eru glænýjar myndir komnar í myndaalbúm Kúrbítsins. Mjög skemmtilegar myndir af eldhúsframkvæmdum og tjútt myndir frá brúðkaupi Árna Gríms og Steinunnar.
En vá, klukkan er orðin rúmlega tvö og ég er ekki búin að fá mér neinn hádegismat!! jæks..