Þetta þarftu: 800gr fiskflök, 200gr sveppir, 1/2 dós kurlaður ananas í eigin safa, 1msk olía, 1 laukur, 1/2 blaðlaukur, 2 gulrætur, 1 græn paprika, 1 rauð paprika, 125gr smurostur (t.d. sveppa), 1 1/2dl léttmjólk, salt, pipar aða sítrónupipar, paprikuduft, karrí, fiskteningur (ef maður vill), hrísgrjón.
Svona gerirðu: Roð- og beinhreinsið fiskinn og sneiðið sveppina. Leggið fiskinn í eldfast mót og setjið ananasinn yfir hann og sveppina líka. Saxið og skerið grænmetið og léttsteikið á pönnu. Saltið og piprið. Bætið ostinum útí og bræðið hann. Hellið svo mjólkinni útí. kryddið svo með paprikudufti og karrýi og setjið teninginn útí ef ykkur finnst það vanta. Hellið svo sósunni yfir fiskinn og skellið þessu svo í ofninn á 200° og bakið í hálftíma. Á meðan þetta bakast þá er upplagt að sjóða grjón!
Að lokum: Þetta kom á óvart, bjóst ekki við því að þetta væri svona gott! Uppskriftin er fenginn úr bókinn Af bestu lyst nr1 og í henni stendur að í hverjum skammti (uppskriftin er fyrir 6) séu ekki nema 278 hitaeinigar! Næst þegar ég elda þetta þá ætla ég að prufa að hafa einhvernveginn öðruvísi grænmeti, pottþétt brokkolí. Mér fannst það eiginlega vanta. Svo held ég að það sé líka gott að hafa með þessu cous-cous. Ég ætla að prófa það næst. HB