Monthly Archives: July 2007

Sumarblíða

Úfff…þetta er aðeins of mikið af hinu góða. Ég ákvað að kíkja aðeins út áðan, bara svona rétt til að liðka kroppinn. Tók á móti mér þessi líka svaka hiti, og var ég nú í stuttbuxum. Ég dugði í hálftíma á röltinu og þá gafst ég upp fyrir hitanum og skreið heim, inní eldhús þar sem er skuggi akkúrat núna, og hellti mér fullt glas af ísköldu sódavatni með klökum sem ég blandaði svo með ribena. Það hitti gjörsamlega í mark. Satt best að segja þá þoli ég hita mjög illa. Ég fæ vanalega hausverk í miklum hita og svona köfnunartilfinningu. Sem sagt, líður frekar illa. Mér finnst voða gott að skríða í skugga þar sem er vel svalt og fá mér eitthvað kalt að drekka. Svona 10 stiga hiti og soldil gola finnst mér fínt. Eða að liggja í potti í 8 stiga frosti og drekka bjór. NOW THAT´S LIVING! Ohhhh…get ekki beðið eftir að fara til Hornafjarðar. Það er nú samt ekki langt síðan ég kom þaðan. Skellti mér á Humarhátíð sem var massa gaman. Hitti gamla og góða firðinga og náttlega hele familien. Ansi mikið stuð. Svo erum við að fara núna á miðvikudagskvöld og ætlum að vera fram á sunnudag í faðmi jökla, fjalla og fjölskyldu.