Monthly Archives: September 2007

Þunnildi

Hei allir. Ég er í stuði. Sosum ekki merkilegar fréttir, en það er alltaf gott að vera í stuði. Reikna með að flestir sem lesa þetta séu í stuði. Sit á skrifstofunni minni og hakka í mig saltOpal. Ansi saltur á bragðið. Og vitiði hvað stendur á pakkanum??? “Excess consumption may have laxative effect.” Frábært. Ef þú hakkar í þig Ópal þá færðu drullu. Það er góður díll. Er bara ekki hægt að sleppa því að hafa eitthvað í ópalinu sem veldur drullu?
Ég hef ákveðið að blogga aldrei um fréttir aftur. Það er plebbaskapur dauðans. Er ekki nóg að fréttir birtist á öllum helstu fréttamiðlum vefsins? Þarf að blogga um þær líka? Held ekki. Hvet alla til að hætta því.
Ég var að detta inná ansi skemmtilega plötu með Jónasi Sigurðssyni, fyrrverandi forsprakka Sólstrandargæjanna. Platan heitir “Þar sem malbikið svífur mun ég dansa” og er ansi skemmtileg. Allir að fara á www.jonassigurdsson.com og kaupa plötuna. Styrkja svona duglega kalla sem gefa út sjálfir.

Góður dagur

Í dag var góður dagur
Það gekk vel í nýju vinnunni. Ég kynnti fyrsta verkefnið mitt á fundi í dag og það gekk mjög vel. Á eftir fundinn fengum ég og samstarfsmaður minn sem er jarðfræðingur hrós fyrir frá sviðsstjóranum mínum. Það var léttir. Á fundinum fékk ég samt ný verkefni sem verða erfið en ég er ekki alveg eins nervus.

Talandi um góða daga..
Þá man ég eftir einum yndislegum degi í sumar sem fjölskyldan mín átti í Skógey í Nesjum. Þar tók ég þessa fallegu mynd af stóra bróður mínum sem ég held mikið uppá.. Það gerist ekki betra en kyrrðin í yndislegu Nesjunum.. aaahhh… hómsvíthóm..

Ekki bofs

Ég fór í óvissuferð með Terra Nova og Heimsferðum á laugardaginn. Gömlu vinnunni. Það var mjög skemmtilegt. Það var farið í Golf á Akranesi og svo í Diskókeilu. Loks út að borða og dansa á Rúbín, nýjum stað í Öskjuhlíðinni. Ég mætti til leiks mjög kvefuð og með hálsbólgu. Svo var auðvitað grenjandi rigning á meðan við vorum í golfinu. Það fór ekki betur en svo að um kvöldið var ég orðin algjörlega raddlaus og er það ennþá. Alveg að kafna úr kvefi og kem ekki uppúr mér orði. Heyrist ekki bofs í mér.. meira svona hvissss… Skemmtilegt. þannig að þið sem ætluðuð að hringja í mig og spjalla í dag, ættuð kanski frekar að finna mig á msn í staðinn..

Hvernig fer maður annars að því að fá röddina aftur? Einhver góð ráð? Verður mér ekki batnað á miðvikudaginn þegar ég fer í nýju vinnuna? ha? einhver?

Bla bla bla..

Ég er með svo miklar harðsperrur að ég get varla pikkað! áts..
Er byrjuð á líkamsræktarnámskeiði, svona til þess að koma mér á rétt ról eftir sumarið. Fyrsti tíminn var á þriðjudaginn, tæbóbrennsla og í gær fór ég svo í pallatíma. Í dag get ég hvorki sest né staðið upp, ég er með harðsperrur allstaðar. Ótrúlega fyndið. Nú er ég búin að vera skokkandi í allt sumar en alveg látið eiga sig að gera einhverjar hnébeygjur og armbeygjur og dauðagöngu og magaæfingar og allt þetta.. svo byrja ég á námskeiðinu og eftir fyrsta tímann er ég gjörsamlega búin í hverjum einasta vöðva. Hressandi. Hvernig ætli ég verði í hjólatímanum á eftir ?? úfff…

En jájá.. allavega.. Ég er búion að vera ansi heppin með veður í þessu fríi mínu þangað til ég byrja í nýju vinnunni. Bókstaflega búið að vera rok og rigning á hverjum einasta degi. Ég er líka búin að vera með allskonar veikir.. hálsbólgu.. mígreni.. alskonar.. Ég held að þetta sé eitthvað svona after shock eftir sumarið og vinnuna á Terra Nova. Það var svo mikið að gera í allt sumar, mikið álag og stress og brjálað.. svo er það búið og þá bara krassar kerfið. Það er allavega mín kenning. Samt ótrúlega fyndið hvað maður er lengi að kúpla sig út. Ég er búina að vera með áhyggjur af túristunum mínum alla vikuna.

Í gær fór ég í verslunarleiðangur og hóf hina miklu leit að vetrarkápunni hinni einu og sönnu. það tók tímann sinn. Ég mátaði örugglega svona 15 kápur og fór örugglega í svona 50 búðir þangað til ég fann hina einu réttu í Benetton búiðinn í Smáralind. Hún kostaði reyndar aðeins meira en ég hafði lagt út með, en hey.. þegar maður finnur hina einu réttu þá verður maður bara stökkva á hana.. hún er alveg hverrar krónu virði og ég hlakka gebba mikið til að fara í henni í vinnuna á miðvikudaginn :o)

Tjá.. þetta var nú skemmtileg bloggfærsla.. Ef einhver náði að halda út og lesa til enda þá læt ég fylgja myndir af honum Glóa mínum í verðlaun.. ooohhh hann er svo mikill dúllurass :o)