Nýi síminn prófaður! Meehega!

 

Svona erum við rosalega krúttleg. Varð bara að prófa að senda mynd úr nýja símanum. Þessi mynd er reyndar alveg hellings minnkuð en við erum sæt engu að síður og hress.

Annars gerðist eitt ógó fyndið í dag.. Ég fór á bensínstöð og tók bensín svona sirka um kl 14:00. Svo fór ég aftur í vinnuna.. Eftir vinnu fór ég svo í ræktina, fór í hjólatíma, svo rölti ég að bílnum. Það fyrsta sem ég tek eftir… bensínlokið opið. Og ekki bara ytra lokið, heldur líka skrúflokið.  Verð líka að taka það fram að þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir. Ég hef nokkrum sinnum rúntað um bæinn með bensínlokið galopið. Tjá.. 

One thought on “Nýi síminn prófaður! Meehega!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *