Monthly Archives: February 2008

Fréttabréf

Nú fara í hönd spennandi tímar. Breytingar framundan í vinnunni og allt að gerast. Það á að færa mig til Keflavíkur í 2 mánuði og eftir það á að bjóða mér starf í Keflavík við allt annað en fraktina, eða starf við flugumsjón í Hlíðarsmára. Ekki nóg með að allt sé að gerast í vinnunni, þá er ég að byrja í skóla 10. mars. Ég ákvað að skella mér í kerfisstjóranám í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum. Það nám klára ég svo 26. maí. Ótrúlega spennandi og hlakka ég mikið til. Annars er allt gott að frétta af mér og mínum. Við erum búin að vera rosa dugleg að glápa á bíómyndir, enda ekki seinna vænna til að vera með í umræðunni um óskarsverðlaunin. Við erum búin að sjá No country for old men, There will be blood, Sweeney Todd og einhverjar fleiri sem ég bara man ekki í augnablikinu. Skemmst er frá því að segja að No country er æði. Frábærir leikarar, flottur söguþráður og einn snarklikkaður geðsjúklingur. Sweeney Todd er skemmtileg. Þetta er söngleikur, þannig að það er mikið sungið, sem er skemmtilegt og soldið öðruvísi. Einnig er nóóóóóóg af blóði í henni. Svo er hún pínku sorgleg. Depp er frábær í henni og Helena Bonham er mjög góð líka. There will be blood er langdregin og þung. Daniel Day átti samt alveg skilið óskarinn fyrir leikinn. Hann skilar sínu afskaplega vel, enda frábær leikari þar á ferð. Skemmst er að minnast My left foot, in the name of the father og fleiri frábærar. Semsagt búið að vera stuð hjá okkur að glápa. Svo ég skipti nú alveg um gír, þá langar mig að skora á Heiðu, Tedda og Brynjar í keilukeppni í vikunni. Ég ætla að taka ykkur í NEFIÐ!!

enn um mat..

Var að setja meeehega uppskrift á uppskriftarvefinn.. Kolla bjó sér til samloku  í gær, kjúklingasamloku fermingardrengsins, og ég fékk að setja hana á vefinn minn.. endilega kíkja á það. Svo vil ég minna á að það er hægt að kommenta á uppskriftirnar.. hver þorir að vera fyrstur??

Ég er ýkt hress í dag. Mjög gaman í vinnunni og brjahálað að gera. Það var mjög skemmtilegt konukaffi að tilefni Konudagsins sem er á sunnudaginn. Kökur og brauðbollur og allskonar gúmmelaði.. og ég fékk rós og allt! Mjög æðislegt allt saman. Svo var boðið upp á heilsufarsskoðun í vinnunni þar sem ég var mæld í bak og fyrir, hæð, þyngd, blóðþrýstingur, kólestról og þannig. Ég er bara í mjög góðu ámigkomulagi. Konan sagði það… og við trúum konunni.

Rólegheita helgi framundan og bara ekkert sérstakt planað. Bara þetta hefðbundna, út að labba og leika við Glóa og Pésa.. kanski elda eitthvað gott, baka eitthvað gott.. taka til.. horfa á eurovision kanski.. fá sér kanski irish.. horfa kanski á einhverja bíómynd.. kanski bara, ha.. tjá..

Núna ætla ég hinsvegar að elda lambakótilettur með hrísgrjónum og karrísósu.. og ananas.. svona eins og pabbi gerði svo oft í gamladaga..

dæs.. hvað mig langar í pabbamat..

Vinni-vinni

Svona er ég alveg eldhress í vinnunni.. er að hlusta á I don’t feel like dancin með Scissor sisters og er alveg að fíla það í botn! Þetta lag minnir mig svo svakalega mikið á Hrafnhildi og að vera úti að hlaupa og æfa fyrir  1okm Reykjavíkurmaraþonið í fyrra. Good times..  og líka bara að dansa við Unnar Tjörva í stofunni á Meistaravöllunum.  Unnari mínum finnst svo gaman að dansa, alveg eins og Heiðu frænku 😉

Annars er bara ekkert að frétta sko.. er að myndast við að fara í ræktina aftur.. það gengur upp og ofan. Aðallega vegna þess að ég missteig mig svo illa um áramótin á löppinni sem ég meiddi mig á þegar ég var að spila körfubolta á sýslumóti og Nesjaskóli rússtaði Vík og ég skoraði  22 stig og við unnum 32-2 .. og Grenjan fór að grenja..  eða nei.. ég meiddi mig sko í leiknum sem kom á eftir.. á móti Klausturstelpunum.. þá þurfti ég að fara útaf útaf því að ein stelpan í Klaustursliðinu steig illilega ofan á ökklann á mér… og við töpuðum.. og ég fór að grenja.. nei djók, auðvitað fór ég ekkert að grenja.. díses! Allavega ég missteig mig aftur á þessari löpp.. og svo steig einhver bévítans kall á löppina á mér í pallatíma stuttu síðar og ég missteig mig aftur. þori að veðja að hann sé frá Klaustri! Allavega, þá er löppin á mér í ansi slæmu ásigkomulagi og þolir ekki mikið álag.. ekki í bili að minnstakosti.

Ji hvað þetta var skemmtileg lesning.. allavega mjög skemmtilegt að rifja upp þessa körfuboltaleiki. ooohhh það er svo gaman í körfubolta.  Ég væri mikið til í að hitta einhverja stelpur einusinni í viku og spila körfu. Ef einhver hefur áhuga þá bara vera í sambandi! já.. ég veit ég er bjartsýn :o)

Eitt fyndið samt.. um daginn þá vorum ég og pési að horfa á sjónvarpsþátt.. og hver haldiði hafi verið í þættinum að leika eitthvað smáræðis aukahlutverk… ? nú, engin önnur en Grenjan!

Er samt alveg að átta mig á því að það er kanski ekki mjög fallegt að kalla einhverja konu útí bæ Grenjuna.. en okkur fanst hún bara svo leiðinleg í gamla daga.. og svo er nú frekar asnalegt að grenja í miðjum körfuboltaleik! Veit ekkert hvað hún heitir í alvörunni..

En jæja.. þarf að fara að huga að þessari skemmtilegu excel töflu sem ég var að opna.. ekki nema  32501 lína af borholugögnum til að greiða úr og kortleggja.. húrrra!!

Vinni-vinni, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

uuuu…

Ég er að bíða eftir að andinn komi yfir mig svo ég geti sagt frá einhverju skemmtilegu. Það gerist bara ekkert….

uuuuu.. uuuu…

Kanski ég segi bara frá tónlist sem ég er búin að uppgvöta nýlega. Ykkur gæti nefnilega langað að heyra eitthvað nýtt og hressandi í öllum þessum veðurandskota sem er búinn að hrjá okkur flest síðustu endalausumarga daga. Já, ég ska hjáppykku já. Þið gætuð samt alveg verið löngu búin að fatta þessa tónlist, ég veit ekkert um það.

Tiger Lou, eða Rasmus Kellerman eins og hann heitir nú, er annsi hress Svíi sem ég mæli með. Ég er búin að vera að hlusta á plötuna hans ‘Is my head still on?’ og verð ég að segja að hún er bara mjög skemmtileg. Uppáhaldslagið mitt á henni þessa dagana er lagið Warmth. Kanski bara vegna þess að mér er búið að vera mongó kalt í marga daga..

Hello Safride er líka alveg að slá í gegn hjá mér. Þetta er sænsk stelpa sem heitir Annika Norlin og platan hennar Introducing… er alveg mega góð. Þetta er svona létt og hressandi, sérlega sænskt og ég fíla það mega. Vinsælasta lagið hennar heitir My best friend og það er líka bara mjög skemmtilegt.

AAhhh nú er ég líka bara alveg tilbúin í marga daga af rigningu og roki eins og framundan er spáð.. horfum bara á björtu hliðarnar. Það verður ekki frost og kanski fer eitthvað af þessum klaka og snjó svo maður getur farið að labba um.. kanski með iPod í vasanum og hressandi sænska tónlist í eyrunum

Nýtt myndaalbúm!

Ég veit! við erum svakalega öflug.

Myndaalbúmið finnið þið hérna uppi til hægri. Albúmið er varið með lykilorði og þeir sem hafa áhuga geta sent okkur póst og fengið lykilorðið sent um hæl… ef okkur langar að gefa þér það.. sem er líklegt.. ef þú ert góhjartaður og hress einstaklingur.. sem þú örugglega ert.. þannig að ekki vera smeyk að prufa.. ok?

Jibbý!

Kjúklingur Jambalaya

Ég og Pési gæddum okkur á þessu um síðustu helgi og ég bara skora á ykkur að prófa!

Þetta þarftu: 4 kjúlingabringur skornar í munnbita, olía, 1 saxaður laukur, 4 hvítlauksrif, 1/2 – 1 saxaður og fræhreinsaður chilipipar, 2 1/2 dl hrísgrjón, 2 dl hvítvín (+ það sem drekka á með), 5 dl kjúklingasoð, 10 risarækju, 4 saxaðir tómatar – helst vel þroskaðir, söxuð steinselja, salt og nýmalaður pipar.

Svona gerirðu: Steikið kjúklingabitana í olíu og geymið svo. Steikið svo laukinn og hvítlaukinn í olíu þar til hann verður svona mjúkur og glær, bætið þá paprikunni og chiliinu útí og steikið áfram í smástund. Svo er hrísgrjónunum bætt útí líka og þau steikt í smá stund með hinu. Þá er hvítvíninu hellt útí, hrært og látið malla smá. Svo er kjúklingasoðinu líka hellt útí og lok sett á pottinn og látið sjóða þar til grjónin eru soðin. Þá er rækjunum bætt við (auðvitað er skelin tekin af fyrst) og þær látnar malla með þangað til þær verða bleikar. Það tekur sirka mínútu eða tvær. Að lokum er tómötunum og kjúklingnum hrært saman við og allt kryddað með salti og pipar og steinselju.

Að lokum: Þessi uppskrift, upphaflega úr gestgjafanum en þar aðeins öðruvísi, er upprunin frá Louisiana. Þar er algengt að blanda saman skelfiski og kjúklingakjöti. Þetta myndi flokkast undir creola matargerð. Þetta er bara best í heimi! Ótrúlega gott. Gott að borða nýbakað massabrauð kollu sætu með þessu og sötra hvítvínið. Þessi réttur er sko algjör uppáhalds