Samfélagsmálin

Tveir dómar sem féllu sama dag.. 

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, eina milljón og fimmhundruð þúsund í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.

Sanngjarnt?

* * *

Annars er ég þokkalega hress.. soldið dösuð eftir páskafríið og fermingarveislurnar. Langar í sól og sumar.. allavega smá hita og engan snjó. Svo mega götusópararnir og ruslatínslu fólkið fara að láta til sín taka. Það má líka alveg fara að mála yfir þetta ógeðslega veggjakrot út um allan bæ. Reykjavík er skítug og sjoppuleg í dag…

3 thoughts on “Samfélagsmálin

  1. náttúrulega algjör viðbjóður með dómana – en ó men ég fór í labbitúr eitt hádegið fyrir ekki svo löngu síðan og kom til baka alveg niðurdregin og fúl yfir ljótu Reykjavík 🙁 en þetta hefur líka eitthvað með árstímann að gera, sandur á göngustígunum, flugelda- og annað drasl að koma undan snjónum og svoleiðis . En ég sá appelsínugulan bíl týna rusl í morgunn – eða meira svona elsku kallana í appelsínugula bílnum – en þeir fóru samt úr appelsínugula bílnum og voru þá í appelsínugulu buxunum sínum að taka risa stórt rusl !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *