Kæra fólk!
Nú hefur frúin verið að fikta enn á ný! Nýtt myndaalbúm hefur tekið við af bæði gamla myndaalbúminu og myndasíðunni hans Hrafns Tjörva. Allar myndir verða nú á sama stað ótrúlega þægilegt. Ég er nú þegar búin að setja allar myndirnar hans Hrafns Tjörva á nýja staðinn og til stendur að setja inn einhverjar gamlar myndir líka, þeas myndir frá lífinu fyrir Hrafn Tjörva.. já ótrúlegt en satt þá var hellings líf fyrir hans tíð
* Smellið á Myndaalbúmið hérna efst á síðunni.. einhverstaðar á leiðinni verður þú beðin/n um að stimpla inn lykilorð og eru þá góð ráð dýr
Bestu kveðjur, Frú Kúrbítur
——–
*Uppfært: Smellið á mynda hlekkinn hérna til hægri (undir kúrbítur púnktur net skástrik) og þið eruð á réttri leið . Ég setti inn eitt glæglænýtt myndaalbúm.. held ég sé búin að breyta í bili.