Monthly Archives: February 2010

kúrbíts-afmæli!

Kúrbíturinn er 6 ára í dag!!

Í tilefni þess ákváðum við hjónin (not) að segja skilið við hinn alræmda sukkstað facebook og eyða tíma okkar í mikilvægari og skemmtilegri hluti, eins og tildæmis kúrbítinn. Það er bannað að skilja útundan í afmælum.. og kúrbíturinn var orðinn svolítið útundan greyið. Þið megið því búast við fleiri færslum hérna á þessum fallega vef á næstu misserum.

Annað sem gert verður frá og með deginum í dag er að öllu verður skellt í lás. Framvegis verða flestar færslur varðar með lykilorðinu sem allir velunnarar kúrbítsins þekkja nú þegar frá myndaalbúminu. Þeir sem vilja gerast velunnarar og fá aðgang að snilldinni sem hér fer fram geta með auðveldu móti nálgast aðgangsorðið með því að senda okkur tölvupóst

stuðkveðjur!

Þá er það ákveðið…

Fékk tölvupóst áðan sem hljóðar svo…

Hæ Pétur.

Okkur hefur borist beiðni um að eyða reikningnum þínum varanlega út. Reikningur þinn er nú óvirkur á síðunni og mun verður eytt út fyrir fullt og allt innan 14 daga.

Ef þú vilt ekki láta eyða reikningnum þínum skaltu smella á eftirfarandi hlekk til að draga til baka beiðnina.

Takk,
Facebook teymið

Það líður um mig yndisleg frelsistilfinning! Skora á alla sem eru að hugsa um þetta að láta slag standa 🙂