Monthly Archives: July 2011

MEIRIHÁTTAR kanilsnúðar!

Á degi eins og þessum þegar allt er alveg MEIRIHÁTTAR! tómur ísskápur, tómt veski, bíllinn á verkstæði og allt lítur út fyrir að við missum að hinni stórkostlegu hátíð Hraunhóll 2011 núna um versló, þá er aðeins eitt í stöðunni. Maður bakar MEIRIHÁTTAR kanilsnúða!

Svo mjúkir og góðir og MEIRIHÁTTAR!!!!

Þetta þarftu:  850 g hveiti, 1 tsk sykur, 150 g smjör, 5 dl volg mjólk, 1 tsk salt, 50 g pressuger eða 5 tsk þurrger, slatti kanilsykur og auka smjör.

Svona gerirðu: Volg mjólk er sett í hrærivélaskálina ásamt geri og teskeið af sykri. Bræðið smjörið og setjið saman við. Bætið hveitinu við og hnoðið deigið. Þegar deigið er orðið draumi líkast er það látið hefast í 40-60 mínútur. Því næst er aukasmjörið brætt, deigið flatt út og smurt með smjörinu. Svo er kanilsykrinum stráð yfir, magn eftir smekk. Rúllið svo deiginu upp og skerið niður í sirka jafnþykka snúða. Skellið þessu á plötu og bakið við 200-220°C í sirka 10 mínútur.

Að lokum: Ég tek það fram að þetta er riiiiiisastór uppskrift. Þegar ég baka þetta handa okkur hérna heima þá baka ég bara hálfa uppskrift og fæ úr því 20-25 snúða. Ef öll uppskriftin er bökuð í einu er gott að skipta deiginu í tvennt áður en það er flatt út og gera þetta í tveimur hollum. Langbesti volgir en þeir eru ennþá MEIRIHÁTTAR daginn eftir.

Uppfært: Bökuðum þá aftur um daginn þegar Brynjar, Harpa og Elías Máni komu í heimsókn. Ekki skemmdi að setja á þá svolítið glassúr, bleikt með vanillubrafgði og súkkulaðiglassúr!

sjúklega góðir og gasalega lekkerir með glassúri !

 

Uppskriftavesen….

Ég er að henda öllum uppskriftunum mínum hingað inn. Ætla bara að setja þær inn sem færslur hér og þar og flokka þær í catagories. Þannig verður held ég ekkert erfitt að finna þær… nenni ekki að eiga tvo vefi. Er alltaf að gleyma passinu á uppskriftavefinn. sjííííííí… ég veit, gebba vesen á mér og ekkert svakalega gaman að copy/paste-a .. afhverju er ég alltaf með þetta vesen?

Appelsínukaka

Himnesk alveg hreint..

Bökuðum þessa Appelsínuköku í dag. Langaði að gefa honum Hrafni mínum eitthvað gott í drekkutímanum og þá er þessi kaka einmitt svo upplögð því maður á eiginlega alltaf allt í hana! Pétur mætti svo heim úr vinnunni beint í volga kökusneið og var mjög ánægður með húsmóðurina haha 🙂

Þetta þarftu: 150gr sykur, 2 egg, 150gr smjörlíki, 150gr hveiti, 1 tsk lyfitduft, dálitla mjólk og nýkreistan appelsínusafa, flórsykur.

Svona gerirðu: Byrjaðu á því að þeyta saman sykurinn og egginn. Blandaðu svo bræddu smjörlíkinu, hveitinu og lyftiduftinu samanvið og hrærðu. Ef deigið er þykkt blandaðu þá smáveigis af mjólk við til að lina það upp eða appelsínusafa. Skelltu þessu svo í kökuform (svona kringlótt) og bakaðu við 200°C í í 30 mín. Á meðan kakan bakast þá skaltu hræra saman flórsykri og nýkreistum safa í glassúr. Þegar kakan er bökuð leyfirðu henni að kólna og tekur úr forminu. Svo er bara að glassúra!

Að lokum: Æðislega góð kaka sem mamma leyfði okkur systrum oft að baka þegar við vorum litlar. Mjög einfalt og fljótlegt að baka. Ef þið nennið ekki að kreista safa úr appelsínum er alveg hægt að nota safa úr fernu. Passa bara að hafa hann 100% og helst með aldinkjötinu. Ekta kaka til að baka þegar tilefnið er ekkert og þér langar bara í köku… HB

Hrafni Tjörva finnst appelsínukakan algjört gúmmelaði!!

Skriðinn úr hýði

Jæja gott fólk. Það er nú langt um liðið síðan ég hef hent inn færslu á Kúbbann en hann er einmitt kominn á nýjan stað sökum þess að það var einhver að skemma hann fyrir okkur. Við skelltum okkur með hann til Davíðs og Golíats og honum virðist líða vel þar.

Lífið hjá okkur gengur sinn vanagang, Hrafn er í sumarfríi og er heima með mömmu sinni og litlu systir og líkar það vel. Ég tek nánast ekkert sumarfrí, kannski 1 – 2 daga en fer í feðraorlof í september og verð út október. Það verður ljúft að fá að eyða tíma með “litlu” stelpunni minni.

Þann 22. ágúst verður stór stund í lífi Hrafns Tjörva og foreldranna því þá byrjar hann í Brákarborg. Við höfum verið duglega að labba framhjá leikskólanum og segja honum að þarna sé Brákarborg, leikskólinn hans. Svo fer hann að sjálfsögðu í aðlögun og verður spennandi að sjá hvernig hann tekst á við þetta. Svo bara krossum við putta og vonum að leikskólakennarar fari ekki í verkfall, sem er einmitt áætlað þann 22. ágúst.

Í gær var svo hin árlega pönnukökuferð á Þingvelli og fórum við ásamt Kollu & CO og Hrafnhildi & CO á Þingvelli og borðuðum pönnukökur í blíðskaparveðri og röltum svo um svæðið. Það var þreytt fjölskylda sem skilaði sér heim um 18:30

Já…svo er ég byrjaður í nýrri vinnu. Er kominn til Sensa og vinn þar sem Microsoft kall. Gæti ekki verið betra 🙂

Læt þetta heita gott í bili…