Á degi eins og þessum þegar allt er alveg MEIRIHÁTTAR! tómur ísskápur, tómt veski, bíllinn á verkstæði og allt lítur út fyrir að við missum að hinni stórkostlegu hátíð Hraunhóll 2011 núna um versló, þá er aðeins eitt í stöðunni. Maður bakar MEIRIHÁTTAR kanilsnúða!
Þetta þarftu: 850 g hveiti, 1 tsk sykur, 150 g smjör, 5 dl volg mjólk, 1 tsk salt, 50 g pressuger eða 5 tsk þurrger, slatti kanilsykur og auka smjör.
Svona gerirðu: Volg mjólk er sett í hrærivélaskálina ásamt geri og teskeið af sykri. Bræðið smjörið og setjið saman við. Bætið hveitinu við og hnoðið deigið. Þegar deigið er orðið draumi líkast er það látið hefast í 40-60 mínútur. Því næst er aukasmjörið brætt, deigið flatt út og smurt með smjörinu. Svo er kanilsykrinum stráð yfir, magn eftir smekk. Rúllið svo deiginu upp og skerið niður í sirka jafnþykka snúða. Skellið þessu á plötu og bakið við 200-220°C í sirka 10 mínútur.
Að lokum: Ég tek það fram að þetta er riiiiiisastór uppskrift. Þegar ég baka þetta handa okkur hérna heima þá baka ég bara hálfa uppskrift og fæ úr því 20-25 snúða. Ef öll uppskriftin er bökuð í einu er gott að skipta deiginu í tvennt áður en það er flatt út og gera þetta í tveimur hollum. Langbesti volgir en þeir eru ennþá MEIRIHÁTTAR daginn eftir.
Uppfært: Bökuðum þá aftur um daginn þegar Brynjar, Harpa og Elías Máni komu í heimsókn. Ekki skemmdi að setja á þá svolítið glassúr, bleikt með vanillubrafgði og súkkulaðiglassúr!
Girnilegir, væri til í að prófa þessa. Þá er bara að byrja að leita að gerinu í stórmörkuðunum 😉