Þetta þarftu: Fimmsinnum 250ml hveiti, 5dl vatn (volgt), eitt gerbréf, góðan slump af olíu, smá salt og 1msk sykur.
Svona gerirðu: Setjið volga vatnið í skál og setjið gerið út í það ásamt sykrinum og saltinu. Þetta er hrært saman þangað til gerið leysist upp. Svo skal hveitinu hrært út í smám saman. Takið svo deigið úr skálinni og hnoðið það þangað til það verður æðislegt. Þvínæst er það látið hefast í amk 45mín. Þá mótið þið tvö brauð úr deiginu og látið hefast aftur í svona hálftíma. Svo er þetta bakað við 180°C-200°C þangað til það fer að dekkjast.
Að lokum: Þetta er alveg massa brauð.. og þau eru tvö.. brauðin, ha? súkkulöðin?? nei, tvíburarnir! hahahah.. allavega.. Ég baka þetta brauð eiginlega alltaf þegar ég baka brauð með mat (kjúklingasúpunni, pestókjúlingnum og allskonar). Einusinni bakaði ég þetta líka öðruvísi en þá setti ég sólþurrkaða tómata í deigið og úr varð svo gott tómatbrauð að ein í saumaklúbbnum hélt að það væri frá Jóa Fel.. iss nei, þetta er sko frá Kollu sætu !!