Hæ allir.
Við skötuhjúin höfum tekið uppá því að horfa á eina bíómynd á sunnudagskvöldum. Skiptumst við á um að velja mynd sem skal horfa á.
Heiða átti fyrsta val þarseinasta sunnudag og valdi hún Persepolis.
Mögnuð mynd sem situr enn í kollinum á mér. Mæli hiklaust með henni. Myndin var meira að segja sýnd á sínum tíma á kvikmyndahátíðinni RIFF og var aðalpersóna myndarinnar viðstödd. Við hjúin vorum sammála um gæði myndarinnar og ætla ég að gefa henni 7 kúrbíta af 10.
Seinasta sunnudag átti ég sjálfur valið og tók ég The Lives of Others til sýningar. Þarna er á ferðinni mynd sem tekur á erfiðum tímum í Þýskalandi og er hreint út sagt ansi góð. Þetta er engin fílgúdd mynd, en hreyfir við manni. Þessi mynd fær 7,5 kúrbíta.
Þessu verður haldið áfram næstu sunnudaga og munum við reyna að skella inn færslum um þetta ævintýri. Endilega fylgist með 🙂