Þetta þarftu: 500gr hveiti, 1 gerbréf, 3 dl mjólk, 80gr smjörlíki (eða olía í staðinn), 1 msk sykur og smá salt.
Svona gerirðu: Bræðið smjörlíkið og setjið svo mjólkina saman við þegar það er bráðið. Setjið þetta í skál og blandið gerinu, sykrinum og smá salti við. Hellið hveiti smám saman útí og hrærið og hnoðið síðan þar til deigið er orðið mjúkt og lipurt Látið hefast í ca 15mín (ekki nauðsynlegt samt ef þið eruð að flýta ykkur). Búið til svona 10-20 bollur úr deiginu. Hitið ofninn í 175°C og latið bollurnar hefast á smurðrið plötu undir viskastykki á meðan. Bakið í svona 8-10mín.
Að lokum: Þetta er uppskrift frá Kollu systur. Ég fæ svona bollur oft hjá henni því hún er svo dugleg að baka handa okkur öllum hinum. Ég baka svona bollur helst í morgunmat á Sunnudögum og fæ mér þá tebolla með og set ost og marmelaði á bollurnar. Það er algjör snilld, sérstaklega þegar Kolla mín bakar þær. HB