All posts by Heiða Björk

Uppáhalds í dag!

Þetta er uppáhald dagsins í dag.. og held ég bara í nokkra daga! IKEA Satan, íslensk grúbba sem spilar satanískan blúsmetal. Mér finnst þau samt alveg himnesk..

Á heimasíðunni sinni útskýra þau sjálf sig svona:

IKEA SATAN keeps the mind, body and soul free from self-destructive behaviour and supports clean living. They use Fender Cyber Twin amp, Washburn guitar, trashy Yamaha bass and a black custom made Yamaha drum kit. They are hooked on strange literature from authors such as Thomas Campbell (My Big TOE, Binaural Beats), Terence McKenna (Psychedelic Drugs and their Role in Society) and Tarthang Tulku (Knowledge of Time and Space) and in between reading they play their music as loud as they can.

Frábært!? Tékkið á þeim líka á dásemdinni sem er gogoyoko!

Kókosbolluterta

Þetta þarftu: Botnar: 4 egg, 125gr sykur, 1 tsk lyftiduft, 2 msk hveiti, 100g suðusúkkulaði. Fylling: 21/2 dl rjómi, 4 kókosbollur. Ofaná: 100gr suðusúkkulaði, 1 msk matarolía, 2 dl þeyttur rjómi.

Svona gerirðu: Botn: Þeytið egg og sykur saman, brytjið súkkulaði og blandið því í ásamt hveiti og lyftidufti. Smyrjið tvö tertuform mjög mjög mjög vel helið deiginu í. Bakist í 20mín við 200°C. Látið botnana kólna vel áður en þið takið þá úr, það getur verið soldið erfitt. Fylling: Skerið kókosbollur í þrennt og raðið á annan botninn. Þeytið rjómann og smyrjið ofaná kókosbollurnar. Setjið svo hinn helminginn yfir. Ofaná: Bræðið saman súkkulaði og olíu og smyrjið ofan á tertuna. Látið þetta harðna og notið svo rjómasprautuna ykkar til að skreyta hliðarnar með rjóma.

Að lokum: Þetta er alveg svakaleg bomba. Ég bakaði hana fyrst þegar ég þurfti að baka tertu fyrir skírnina hennar Sunnu Kristínar, litlu frænku minnar, og hún sló sko í gegn! Það var í fyrsta skipti sem ég bakaði tertu og ég keypti mér meira að segja rjómasprautu til að fullkomna þetta. Það er best að láta tertuna standa aðeins í ísskápnum áður en hún er borðuð. Þá er hún algjör æði.. HB