Category Archives: fjölskyldan

MYNDIR!

Jæja, í dag er han Hrafn Tjörvi minn búinn að vera heima og ég líka til að halda honum selskap. Hann er með svo mikinn hósta og nokkrar kommur þannig að við ákváðum að það væri kanski bara best að taka því rólega í dag og sleppa leikskólanum..

Núhh.. Ég ákvað að því tilefni að vera dugleg að hrúga inn myndum á myndasíðuna og viti menn, nú eru komnar inn myndir frá því í apríl, maí, júní, júlí og ágúst!! Geri aðrir betur! Myndirnar eru að sjálfsögðu læstar og aðeins fyrir trygga lesendur kúrbítsins að skoða og ef þið viljið sjá þá er um að gera  að senda mér línu og fá aðgangsorðið 🙂

Svo megið þið líka endilega skilja eftir skilaboð og segja okkur hvað myndirnar eru frábærar 🙂

Reykjavíkurmaraþon 2011

Jæja, þá er ég búin aðskrá mig á hlaupastyrkur.is svo að hægt sé að heita á mig á laugardaginn eftir viku þegar ég ætla að hlaupa* 10km ásamt systkinum mínum og einhverjum afsprengjum þeirra.  Ef þið viljið heita á mig (sem ég efast ekki um að þið aleg iðið í skinninu að gera) þá skulið þið smella á linkinn fyrir neðan.

Við systkinin ætlum að hlaupa til styrktar Göngum saman. Rannsóknir á brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir því er sú að hún elsku mamma okkar stendur nú í hetjulegri baráttu við þennan alltof algenga sjúkdóm.

Endilega tékkið á þessu: http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2513 .. þetta verður rússssst!!!

*hlaupa = skokka, jafnvel skokka hægt, jafnvel skokka mjööög mjööööög hægt og jafnvel svo hægt að það borga sig jafnvel fyrir mig að skipta yfir í labb (sem ég jafnvel myndi þá gera) til þess að komast einhverntíma á leiðarenda, jafnvel.. en á leiðarenda kemst ég!!