Þegar ég var polli, þá bjó mamma stundum til kókoskúlur fyrir jólin. Í minningunni er þetta ein mesta dásemd sem fór inn fyrir mínar varir á þeim tíma 🙂 En hérna á eftir kemur uppskriftin:
Þetta þarftu:
3 dl haframjöl
2 dl sykur
2 msk kakó
örlítið af vanilludropum
1 msk púðursykur
2 msk vanillusykur
1 msk kalt kaffi
100 gr smjörlíki
Svona gerirðu:
sykur og smjörlíki brætt í potti
kælt og blandað saman við efnið
svo gerðar kúlur úr og velt upp úr kókosmjöli. Þær eiga að vera pínu blautar.
Settar í frysti og laumast í þegar enginn sér til 🙂
Set þessa uppskrift hingað inn fyrir hann Tedda mág minn. Hann alveg elskar þessar smákökur og ætlar að prófa að baka þær þessi jól. Vona samt að hann komi í heimsókn og fái sér allavega eina hjá mér líka.
Svona geririðu: Hrærir saman sykur , púðursykur og smjör, vel og vandlega þangað til það er létt og ljós. Þá seturðu eggið útí og hrærir meira. Því næst fer hveitið og matarsódinn og saltið út í og að síðustu kókosmjölið og súkkulaðið. Hrærið allt vel saman. Bökunarpappír settur á plötu og búnar til litlar kúlur/klessur úr deiginu og raðað á plötuna og bakað við meðalhita (200°) í 8-10 mínútur eða þangað til þær eru orðnar ljósbrúnar.
Að lokum: Þessar kökur eru það fyrsta sem er bakað fyrir hver jól á öllum heimilum í minni fjölskyldu. Lyktin af þeim eru lyktin af jólunum á mínu heimili. Þegar ég var lítil og öll systkini mín bjuggu heima hjá mömmu og pabba þá bakaði mamma allavega fjórfalda uppskrift! við bökum svona tvöfalda núna.. það er af sem áður var! Það er algjör skylda að ýta svolítið niður á kökurnar með gaffli áður en þær eru bakaðar svo það komi svona gaffalaför í þær. Mamma mín gerði það alltaf. og já.. þær fletjast svolítið út við bakstur þannig að þarf smá bil á milli þeirra.