Category Archives: matur

Kókoskúlurnar hennar mömmu

Þegar ég var polli, þá bjó mamma stundum til kókoskúlur fyrir jólin. Í minningunni er þetta ein mesta dásemd sem fór inn fyrir mínar varir á þeim tíma 🙂 En hérna á eftir kemur uppskriftin:

Þetta þarftu:

3 dl haframjöl
2 dl sykur
2 msk kakó
örlítið af vanilludropum
1 msk púðursykur
2 msk vanillusykur
1 msk kalt kaffi
100 gr smjörlíki

Svona gerirðu:

sykur og smjörlíki brætt í potti
kælt og blandað saman við efnið
svo gerðar kúlur úr og velt upp úr kókosmjöli. Þær eiga að vera pínu blautar.

Settar í frysti og laumast í þegar enginn sér til 🙂

imagehandler

Kreólakjúklingur

Þetta þarftu: 1/2 dl hveiti, 2 msk sætt paprikuduft, saltogpipar, olía til steikingar, 1200gr kjúklingabitar, 2 msk smjör, 2 grænar eða rauðar paprikur, 1 stór laukur, 1 dl steinselja söxuð, 2 hvítlaukrif, 2 tsk karrý, 1/2 tsk múskat, 1 dós tómatar, 1 dl kjúklingasoð, 3/4 dl rúsínur dökkar eða ljósar, 1 dl ristaðar og saxaðar möndlur.

Svona gerirðu:  Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, paprikudufti, salti og pipar saman í poka og setjið svo kjúklingabitana ofan í pokann og hristið vel saman. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabitana vel á báðum hliðum og raðið svo í eldfast mót. Setjið smjörið á pönnuna og steikið lauk og papriku við vægan hita svo það verði meyrt í sirka 5 mínútur. Setjið því næst hvítlaukinn og steinseljuna útí ásamt karrýi og múskati og blandið vel á pönnunni. Svo er tómtunum, kjúklingasoðinu og rúsínunum bætt við og látið malla í smá stund. Þessu er svo öllu hellt yfir kjúklinginn og skelllt inn í ofninn í 40-50 mínútur. Möndlurnar eru saxaðar og ristaðar á pönnu og dreift yfir kjúklinginn þegar hann er kominn út úr ofninum!

Kjúklingurinn á kafi í gumsi og á leiðinni inní ofninn
Kjúklingurinn á kafi í gumsi og á leiðinni inní ofninn
IMG_1760
Komið út úr ofninum og möndlurnar komnar yfir

Að lokum: Ég bar fram með þessu hrísgrjón og eflaust er gott að hafa nýbakað brauð og rauðvín. Öll fjölskyldan var mjög hrifin af þessum rétti. Ég notaði bara kjúklingaleggi því þeir eru vinsælastir hjá Hrafni mínum, svo gott að halda á og naga. Þetta rann ljúflega ofan í mannskapinn og verður pottþétt á borðum aftur! Og já.. þessi uppskrift er í Gestgjafablaðinu með bestu uppskriftum 2007.

Komið á diskinn minn!
Komið á diskinn minn!
Komið á diskinn hans Hrafns Tjörva
Komið á diskinn hans Hrafns Tjörva

 

 

Uppskriftavesen….

Ég er að henda öllum uppskriftunum mínum hingað inn. Ætla bara að setja þær inn sem færslur hér og þar og flokka þær í catagories. Þannig verður held ég ekkert erfitt að finna þær… nenni ekki að eiga tvo vefi. Er alltaf að gleyma passinu á uppskriftavefinn. sjííííííí… ég veit, gebba vesen á mér og ekkert svakalega gaman að copy/paste-a .. afhverju er ég alltaf með þetta vesen?

enn um mat..

Var að setja meeehega uppskrift á uppskriftarvefinn.. Kolla bjó sér til samloku  í gær, kjúklingasamloku fermingardrengsins, og ég fékk að setja hana á vefinn minn.. endilega kíkja á það. Svo vil ég minna á að það er hægt að kommenta á uppskriftirnar.. hver þorir að vera fyrstur??

Ég er ýkt hress í dag. Mjög gaman í vinnunni og brjahálað að gera. Það var mjög skemmtilegt konukaffi að tilefni Konudagsins sem er á sunnudaginn. Kökur og brauðbollur og allskonar gúmmelaði.. og ég fékk rós og allt! Mjög æðislegt allt saman. Svo var boðið upp á heilsufarsskoðun í vinnunni þar sem ég var mæld í bak og fyrir, hæð, þyngd, blóðþrýstingur, kólestról og þannig. Ég er bara í mjög góðu ámigkomulagi. Konan sagði það… og við trúum konunni.

Rólegheita helgi framundan og bara ekkert sérstakt planað. Bara þetta hefðbundna, út að labba og leika við Glóa og Pésa.. kanski elda eitthvað gott, baka eitthvað gott.. taka til.. horfa á eurovision kanski.. fá sér kanski irish.. horfa kanski á einhverja bíómynd.. kanski bara, ha.. tjá..

Núna ætla ég hinsvegar að elda lambakótilettur með hrísgrjónum og karrísósu.. og ananas.. svona eins og pabbi gerði svo oft í gamladaga..

dæs.. hvað mig langar í pabbamat..