Eldaði frábæran rétt um daginn og vegna þess að ég gleymi alltaf öllum uppskriftum þá ákvað ég að henda henni hérna inn.
https://gerumdaginngirnilegan.is/uppskrift/general-tsos-kjuklingur/
Ótrúlega einfaldur og hrikalega góður. Ég hef notað maizena mjöl í staðinn fyrir kartöflumjöl. Skiptir engu máli 🙂
Category Archives: Óflokkað
Gleðileg jól!
Kæru Kúrbítsvinir.Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi nýja árið vera fullt af gleði og ást.
Jólaminningar
Þegar ég var lítill, þá var stór hluti af jólunum að kíkja heim til ömmu á Austurbraut.
Allt jólaskrautið sem búið var að setja upp, litli jólabærinn með sleðanum fyrir utan, ameríski jólasveinninn sem búið var að líma í eldhúsgluggann, litla jólatréð sem stóð uppá borð ofl ofl 🙂
Alltaf fékk maður smákökur hjá ömmu (og auðvitað allskonar annað gotterí) og það er ein ákveðin smákökutegund sem stendur uppúr. Ég fékk uppskriftina hjá Halldóru frænku og hérna er hún. Nú er bara að prófa!
Þetta þarftu:
200gr hveiti.
200gr smjörlíki.
100gr kókosmjöl.
125gr sykur.
3tsk kakó.
1/4tsk hjartarsalt (natrón)
1.egg og nokkrir vanilludropar
Svona gerirðu:
Þessi er hnoðuð og mamma gerði alltaf lengju og skar í jafn stóra bita sem hún mótaði í kúlur.
Ég gerði það ekki, heldur gerði jafn stórar kúlur jafn óðum og svo er þeim dýft ofan í mulin molasykur og möndlur áður en þær eru bakaðar. Ég bakaði mínar við 180 gráður og fylgdist bara með þeim.
Þegar þær eru aðeins farnar að springa og komin pínu annar litur þá ættu þær að vera orðnar góðar. Annars er bara að prófa sig áfram taka eina og smakka. 🙂
Þær eru smá tíma að bakast því kókosinn er smá stund að þorna.
Protected: Hrafn Tjörvi skemmtikraftur
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðileg Jól!
Elsku þið!
Gleðileg kúrbítsjól 🙂
Hérna er undirritaður að syngja eitt jólalag á tónleikum Vocal Project í Guðríðarkirkju þann 15.des síðastliðinn.