Category Archives: tónlist
Engin framistaða
Það falla alveg niður heilu mánuðurnir hérna á kúrbítnum.. engin færsla í ágúst 2012 og engin færsla í október 2012! þetta er nú engin framistaða. Nú þarf að girða í brók og hysja upp sokka!
Þetta voru báðir tveir mjög skemmtilegir mánuðir.. og nú á ég örugglega eftir að gleyma hvað það var sem ég gerði. Ég eldaði tildæmis fullt af góðum mat sem ég tók myndir af og allt og ætlaði að setja hingað inn. Bakaði líka fullt af allskonar gómsætum múffum sem ég ætlaði að deila hér. Öllu þessu missti umheimurinn af sökum leti minnar. Það er óafsakanlegt. Hugsa að ég húrri inn einhverju af þessu í kvöld fyrst Pési er að fara bíó.
þetta er ferlegt! En núna er allavega komin færsla í nóvember 2012.
Hérna, þið fáið þessa dásemd í sárabætur í dag..
Tony Bennett
Þessi snillingur kemur fram í Eldborgarsal Hörpunnar þann 10. ágúst næstkomandi og ég verð þar 🙂
Skemmtilegt!
Mér finnst þetta alveg ótrúlega skemmtilegt lag, jafnvel meiriháttar!
Finnst ykkur það ekki??
vííííí svo gaman að uppgvöta eitthvað nýtt sem er skemmtilegt og jafnvel meiriháttar!
Og auðvitað var hann að spila á síðustu Airwaves, sem ég fór ekki á… Alltaf er maður að missa af einhverju stórkostlegu. En hann er víst að spila líka á Nasa þann 30. des með Retro Stefson og Of monsters and men.. !!
Uppáhalds í dag!
Þetta er uppáhald dagsins í dag.. og held ég bara í nokkra daga! IKEA Satan, íslensk grúbba sem spilar satanískan blúsmetal. Mér finnst þau samt alveg himnesk..
Á heimasíðunni sinni útskýra þau sjálf sig svona:
IKEA SATAN keeps the mind, body and soul free from self-destructive behaviour and supports clean living. They use Fender Cyber Twin amp, Washburn guitar, trashy Yamaha bass and a black custom made Yamaha drum kit. They are hooked on strange literature from authors such as Thomas Campbell (My Big TOE, Binaural Beats), Terence McKenna (Psychedelic Drugs and their Role in Society) and Tarthang Tulku (Knowledge of Time and Space) and in between reading they play their music as loud as they can.
Frábært!? Tékkið á þeim líka á dásemdinni sem er gogoyoko!
Protected: Skemmtilegt lag
Nýjasta uppáhaldið mitt
Þetta er hljómsveitin Samaris sem vann músíktilraunirnar á þessu ári. Mér finnst þau algjört æði og mæli með þeim. Algjört æði segi ég!
Góða tungl er uppáhaldslagið mitt í dag.
Þau gáfu út EP, Hljóma þú, sem þú getur hlustað á og keypt á gogoyoko.. hvar annarsstaðar??
Ég bara verð…
Sælt veri fólkið. Nú get ég ekki orða bundist. Ég var eitthvað að skoða fréttasíður í dag og rakst á frétt þar sem Bubbi Morthens er að hóta því að hætta að gefa út tónlist vegna þess hversu miklu er dánlódað af hans efni. Einnig segir hann að ef maður leitar að Bubba á netinu má finna aðila sem eru að selja hans tónlist án þess að hann fái nokkuð fyrir það. Ég gerði óvísindalega könnun á þessu og notaði hina margfrægu Google leitarvél til þess. Einu söluaðilarnir sem komu upp við þá leit voru Tonlist.is og Tonlist.com sem er eini og sami aðilinn. Ég veit ekki betur nema sú sala fari fram með algjöru samþykki tónlistarmannsins. Bubbi segir að hann tapi tekjum af 500 – 2000 plötum af hverri útgáfu. Ekki ætla ég að þræta fyrir það. En af hverju má ekki reyna að nýta sér þetta? Mér finnst það vera merki um áhuga á ákveðnu efni ef fólk er að dánlóda því, sama hvort það eru bíómyndir, tölvuleikir eða tónlist.
Persónulega finnst mér að listamenn mættu, til þess að reyna að stemma stigu við ólöglegu dánlódi, gera efnið sem þeir gefa út eigulegra. U2 er á réttri leið hvað það varðar. Nýja platan þeirra er til í 3 útgáfum minnir mig. Dýrasta útgáfan er dvd diskur sem inniheldur stuttmynd, plakat með þeim félögum, bók með myndum og texta og náttúrulega platan sjálf. Mjög svo eigulegur pakki sem kostaði mig rúmar 6000 isk og ekki sá ég eftir krónu þar. Svo hafa hljómsveitir eins og Radiohead farið þá leið með eina plötu að leyfa fólki að sækja hana endurgjaldslaust og leyfa fólki að ráða hvað það borgar fyrir eintakið. Kom í ljós að heilmikill fjöldi ákvað að borga fyrir plötuna og seldu þeir þrjár milljónir platna fyrsta árið. Einnig kom í ljós að sumir ákváðu að borga meira þar sem ágóði rann beint til Radiohead en ekki til stórra útgefenda. Þetta er hlutur sem mætti hæglega taka í gagnið hérna á Íslandi.
Af hverju er ekki hægt að fara á Bubbi.is og kaupa þar allar hans plötur fyrir sanngjarnt verð? Ég keypti til dæmis plötuna hans Jónasar Sigurðssonar, þar sem malbikið svífur mun ég dansa, á hans eigin síðu. Stuttu seinna fékk ég plötuna og fylgdi með handskrifaður miði með bankaupplýsingum. Jónas virðist hafa farið með plötuna sjálfur útá pósthús þar sem hann borgaði sjálfur undir plötuna og svo lagði ég inná hann. Verður ekki einfaldara. Hvað ætli sé málið? Eru menn eins og Bubbi bara fúlir á móti og nenna þessu ekki? Er þetta of mikið vesen fyrir menn eins og hann? Málið er að tímarnir eru að breytast. Eftirspurn eftir tónlist hefur sjaldan eða aldrei verið meiri sem sýnir sig vel í gróskunni hérna heima. Ef mönnum tekst að koma böndum á skráarskipti eins og torrent og þess háttar, þá munu menn koma með aðra aðferð til að dreifa efni sín á milli. Listamenn og þeir sem telja sig tapa á dánlódi, verða að gyrða sig í brók og reyna að finna aðferðir til að fá fólk til að kaupa efnið sitt, hvort sem það eru kvikmyndir eða tónlist. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef keypt tónlist á netinu með hljómsveitum sem ég hefði ekki kynnst ef ekki hefði verið fyrir skráarskipti. Menn mega ekki eingöngu einblína á slæmu hliðina. Ég er fullviss um að það sé hægt að finna flöt á þessu sem allir yrðu sáttir við.
Protected: Now that’s what I call music
Bestir í heimi
Enn og aftur að þessu augnaofnæmi. Það rýkur upp þegar ég heyri og sé þetta lag.