Category Archives: tónlist

uuuu…

Ég er að bíða eftir að andinn komi yfir mig svo ég geti sagt frá einhverju skemmtilegu. Það gerist bara ekkert….

uuuuu.. uuuu…

Kanski ég segi bara frá tónlist sem ég er búin að uppgvöta nýlega. Ykkur gæti nefnilega langað að heyra eitthvað nýtt og hressandi í öllum þessum veðurandskota sem er búinn að hrjá okkur flest síðustu endalausumarga daga. Já, ég ska hjáppykku já. Þið gætuð samt alveg verið löngu búin að fatta þessa tónlist, ég veit ekkert um það.

Tiger Lou, eða Rasmus Kellerman eins og hann heitir nú, er annsi hress Svíi sem ég mæli með. Ég er búin að vera að hlusta á plötuna hans ‘Is my head still on?’ og verð ég að segja að hún er bara mjög skemmtileg. Uppáhaldslagið mitt á henni þessa dagana er lagið Warmth. Kanski bara vegna þess að mér er búið að vera mongó kalt í marga daga..

Hello Safride er líka alveg að slá í gegn hjá mér. Þetta er sænsk stelpa sem heitir Annika Norlin og platan hennar Introducing… er alveg mega góð. Þetta er svona létt og hressandi, sérlega sænskt og ég fíla það mega. Vinsælasta lagið hennar heitir My best friend og það er líka bara mjög skemmtilegt.

AAhhh nú er ég líka bara alveg tilbúin í marga daga af rigningu og roki eins og framundan er spáð.. horfum bara á björtu hliðarnar. Það verður ekki frost og kanski fer eitthvað af þessum klaka og snjó svo maður getur farið að labba um.. kanski með iPod í vasanum og hressandi sænska tónlist í eyrunum

brrrrr

Vangefið hvað það er kalt úti! Ég er búin að vera í vinnunni í hálftíma og mér er enn ekki orðið heitt. Ákvað því að ylja mér aðeins með því að pikka nokkur orð hér inn.

Vangefið hvað það er kalt!

Loksins er þessi janúar að verða búin. Égetsosvariða hann er búinn að vera mongó langur. Eftir afmælið hans Péturs og afmælisveisluna stórkostlegu hafa kuldi og blankheit sett mark sitt á dagana. Hlakka mjög mikið til að fá ferskan febrúar.

Afmælið hans Péturs var algjörlega toppurinn í þessum mánuði. Það var geggjað stuð í afmælisveislunni og hún heppnaðist eins og best verður á kosið. Við vorum með Méxíkóst þema. Mojito, Corona, Guacamole, Quasedillas, Fajitas, Salsa, El Guapo, Viva los amigos.. allan pakkann! Svo bara gítarspil og söngur og sjúkheit. Mjög skemmtilegt. Greyis þið fáu sem ekki gátuð komist.

Svo erum við búin að fá nýja útihurð. Svonna eldvarnarhurð. Mjög massív og flott. Smá límlykt og iðnaðarmannavesen, en ekkert svo.  Mjög gott að það sé búið að skipta um hurð núna í þessu kuldakasti því gamla var mjög óþétt.. var alltaf svona úúúúúú í vindinum. Svona úúúúúúúú gerir allt veður kaldara en það er.

hmm… eigum við að segja þetta gott? Mér er alveg að hitna, búin að drekka stóran kaffisopa og pikka þetta rosalega hratt þannig að mér er alveg að verða heitt. Er að hlusta á The National, nýjustu plötuna þeirra Boxer. Er  búin að ætla að hlusta á hana ansi lengi en var bara ekki búin að næla mér í hana fyrr en nú. Hún ofar bara góðu held ég. Rennur ljúflega. Fín svona vinnuhlustun.

Annars er ég á leiðinni í ræktina á eftir. Ekki veitir af. Er búin að slá ansi slöku við uppá síðkastið, sem er ekki nógu gott. Háværar kvartanir farnar að heyrast úr fataskápnum frá pilsum og buxum sem eru í lítilli notkun þessa daganna vegnar smæðar sinnar. Ég hef svosem ágætar afsakanir, en hver nennir að heyra þær? Nú verður bara tekið á því.

Hvað er annars með þetta súkkulaði út um allt?? It’s coming right for us!

HB

Nýjustu tíðindi

Já. Bara nýr kúbbi í loftinu. Kom mér skemmtilega á óvart hvað þessi skipti voru lítið mál. Við hentum nebblega servernum okkar út (samt ekki framaf svölunum) og settum kúbbann upp hjá 1984.is

Þið getið ekki ímyndað ykkur þvílíkur munur það er að vera ekki með þennan bévítans server hvínandi í eyrunum á manni allan daginn. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir dygga lesendur? Ég er búinn að vera soldið duglegur uppá síðkastið að hlusta á nýja tónlist. Má þar nefna diska eins og sleepdrunk seasons með Hjaltalín, Raising sand með Robert Plant og Alison Krauss og nýja Pál Óskar. Allt saman ansi magnaðir diskar og ef þú ert í vafa um hvað þú átt að hlusta á, þá er þetta góð byrjun. Svo er stefnan að vera duglegur að hlusta á nýtt stöff. Jafnvel stöff sem maður myndi aldrei láta sér detta í hug að hlusta á…

P.