Þetta þarftu: 500gr hveiti, 1 gerbréf, 3 dl mjólk, 80gr smjörlíki (eða olía í staðinn), 1 msk sykur og smá salt.
Svona gerirðu: Bræðið smjörlíkið og setjið svo mjólkina saman við þegar það er bráðið. Setjið þetta í skál og blandið gerinu, sykrinum og smá salti við. Hellið hveiti smám saman útí og hrærið og hnoðið síðan þar til deigið er orðið mjúkt og lipurt Látið hefast í ca 15mín (ekki nauðsynlegt samt ef þið eruð að flýta ykkur). Búið til svona 10-20 bollur úr deiginu. Hitið ofninn í 175°C og latið bollurnar hefast á smurðrið plötu undir viskastykki á meðan. Bakið í svona 8-10mín.
Að lokum: Þetta er uppskrift frá Kollu systur. Ég fæ svona bollur oft hjá henni því hún er svo dugleg að baka handa okkur öllum hinum. Ég baka svona bollur helst í morgunmat á Sunnudögum og fæ mér þá tebolla með og set ost og marmelaði á bollurnar. Það er algjör snilld, sérstaklega þegar Kolla mín bakar þær. HB
kollasaeta skrifar: úff.. eldaði kjúklingasamloku handa okkur í kvöld.. ætlaði í leikfimi en mig vantaði spark í rassinn.. og ákvað því að elda eitthvað gott.. og afþví að ég gerði mitt fyrsta fermingarthing í dag, ég keypti sálmabók með gyllingu, þá fékk fermingardrengurinn tilvonandi að velja kvöldmat og hann vildi kjúklingasamloku.. ég hef oft eldað svona samloku en í kvöld toppaði ég sjálfa mig.. sjitt hvað þetta var gott..
Þetta þarftu: tja eða það sem notaði í kvöld..kjúklingabringur, ca eina á mann, snittubrauð, æ þessi þarna frönsku, eitt á mann (það ætti allavega að duga en stundum borða mínir menn tvö , beikon, sveppir, iceberg, paprika, gúrka, tómatar, rauðlaukur, ólifuolía, hvítlaukur, kartöflur, fersk steinselja, ferskt rósmarín, hvítlaukskrydd. Hér er öllum frjálst að improvisera.. þetta er bara það sem ég notaði í kvöld..
Þetta gerði ég: Kartöfurnar skornar í báta og sett í eldfast mót, fersk steinselja og Rósmarín tjoppað smátt og stráð yfir og kryddað svo með hvítlaukskryddi, ólífuolíu helt yfir kannski ca 2msk. Þessu er öllu svo makað saman og bakað í ofni við 200° í svona 35-40mín. Kjúklingurinn kryddaður með góðu kjúklingarsteikarkryddi, skellt á sjóðandiheita pönnu í 3 mín á hvorri hlið, sett á grind og inn í ofn í 20 mín við 200°.Grænmetið sem þú ætlar að hafa með þessu er tjoppað þannig að það sé þægilegt að setja það á snittubrauð. Næst tók ég snittubrauðin, sker þau eftir endilöngu og þegar bringurnar og kartöfurnar eru tilbúnar set ég þau inn í ofn í svona 8 – 10 mín, þannig að helmingur sé við hliðina á helming.. á meðan læt ég kjúllan jafna sig græja beikonið og sveppina.. beikonsneiðarnar sker ég í tvennt, steiki þær og set þær svo á eldhúsrúllupappir til að taka mestu fituna. Sveppirnir eru skornir og steiktir upp úr smjöri/ólífuolíu og kryddaðir með salti og hvítlaukskryddi. Þegar bringurnar eru búnar að jafna sig smá eru þær skornar í sneiðar. Þegar brauðin eru til þá tek ég hvítlauksrif og nudda heit brauðin með þeim og svo læt ég smá góða ólífuolíu leka á brauðin. Svo raðar maður bara saman á samlokuna sína það sem maður vill.
Að lokum: Eiður notar alltaf bbq sósu á sína samloku og Palli notar yfirleitt sinnep. Við Birkir látum yfirleitt olíuna duga.. Við notum tannstöngla og allt til að halda þessu saman.. voða voða pró hjá okkur.. Svona leit mín út, innihald: kál, gúrka, rauðlaukur, sveppir, beikon, kjúklingabringa, ólifuolía.. sjæse hvað þetta var gottttt..
Þetta þarftu: 2 dl rjóma, 1 stk camembert ost, 1-2 bréf skinka, 1-2 paprika (mér finnst best að fá mér tvær litlar af sitthvorum lit.. maður verður að skreyta!), 1 stk fransbrauð og rifinn ostur.
Svona gerirðu: Rjóminn er settur í pott (ef þið eruð í megrun er hægt að nota mjólk á móti rjómanum til að gera þetta aðeins léttara) svo flysjar maður bara hvíta dótið af camembertinum og sker hann í bita og lætur hann bráðna í rjómanum. Brauðið er rifið niður (skorpan er ekki notuð) og það sett í eldfast mót. Paprika og skinka er skorin niður og dreift yfir og blandað við brauðið. Sósunni er svo helt yfir og best er að hafa þetta vel soggí. Svo bara ostur yfir og bakað í ofninum þangað til osturinn er orðinn brúnaður.
Að lokum: Þetta er alveg pottþéttur heitur réttur sem hefur verið notaður við mörg tækifæri, tildæmis saumaklúbba, barnaafmæli, skírnir og bara allt! Hann er upphaflega kominn frá henni Bríet sem var með mér í bekk í landfræðinni. Þessi klikkar aldrei og öllum finnst hann góður.. öllum! HB