Category Archives: gestakokkur

Afrískur kjúlli

Gestakokkur – Helga Rún

Helga Rún er gestakokkur að þessu sinni. Hún sendi inn, alla leið frá Álaborg, þessa frábæru kjúklingauppskrift! Takk fyrir það :)

Þetta þarftu: 4-5 kjúklingabringur, 2 msk matarolíu til steikingar, 3 pressaða hvítlauksgeira, 2 saxaða lauka, ½ tsk salt, 5 tsk hot Curry Madras, 2 tsk cumin duft, 1 tsk paprikuduft, ¾ tsk kanil, 4 msk matarolíu, 2 msk púðursykur. Sósa: 1 dós niðursoðna tómata (nota vökvann), 6 msk soyasósu, 2 tsk edik, ½ tsk salt, 1 tsk pipar, 2 dósir hrein jógúrt (blandað út í í lokin) Meðlæti:4 msk kókosmjöl, 1 banani, rauðar og grænar paprikuræmur

Svona geririðu: Mýkja hvítlauk og lauk í olíu. Blanda þurra kryddinu saman við og hita vel með lauknum – ca. 1 min. Blanda 4 msk af olíu og 2 msk af púðursykri vel saman við. Láta í skál og kæla aðeins. Skera kjúklingabringur í strimla. Steikja á pönnu þar til kjötið er orðið hvítt að utan, blanda kjúklingi saman við kryddblönduna og láta bíða á meðan sósan er búin til. Þegar hún er búin til er öllu nema jógúrtinu blandað saman vel saman. kjúklingurinn er þá settur útí og hann látinn sjóða í 15 mínútur, jógúrtin er sett út í og látin sjóða með síðustu 5 mínúturnar. Meðlætið er gert þannig að þú ristar kókosmjölið á heitri og þurri pönnu og bætir svo bananabitum og paprikuræmum útá.

Að lokum: Með þessum rétti ber Helga Rún fram hrísgrjón og mango chutney. get ímyndað mér að þetta sé alveg Gebba gott.. namm kókos og bananar! Ótrúlega sneddí. Og nú þegar ég er búin að setja réttinn inn á þennan skemmtilega vef minn þá man ég pottþétt eftir að elda hann :)
Mér finnst að aðrir lesendur ættu að taka hana Helgu sér til fyrirmyndar og senda inn uppskriftir og hananú!

Kjúklingasamloka fermingardrengsins

Gestakokkurinn er Kolla

Gestakokkurinn og fermingardrengurinn á fermingardaginn

kollasaeta skrifar: úff.. eldaði kjúklingasamloku handa okkur í kvöld.. ætlaði í leikfimi en mig vantaði spark í rassinn.. og ákvað því að elda eitthvað gott.. og afþví að ég gerði mitt fyrsta fermingarthing í dag, ég keypti sálmabók með gyllingu, þá fékk fermingardrengurinn tilvonandi að velja kvöldmat og hann vildi kjúklingasamloku.. ég hef oft eldað svona samloku en í kvöld toppaði ég sjálfa mig.. sjitt hvað þetta var gott..

Þetta þarftu: tja eða það sem notaði í kvöld..kjúklingabringur, ca eina á mann, snittubrauð, æ þessi þarna frönsku, eitt á mann (það ætti allavega að duga en stundum borða mínir menn tvö :) , beikon, sveppir, iceberg, paprika, gúrka, tómatar, rauðlaukur, ólifuolía, hvítlaukur, kartöflur, fersk steinselja, ferskt rósmarín, hvítlaukskrydd. Hér er öllum frjálst að improvisera.. þetta er bara það sem ég notaði í kvöld..

Þetta gerði ég: Kartöfurnar skornar í báta og sett í eldfast mót, fersk steinselja og Rósmarín tjoppað smátt og stráð yfir og kryddað svo með hvítlaukskryddi, ólífuolíu helt yfir kannski ca 2msk. Þessu er öllu svo makað saman og bakað í ofni við 200° í svona 35-40mín. Kjúklingurinn kryddaður með góðu kjúklingarsteikarkryddi, skellt á sjóðandiheita pönnu í 3 mín á hvorri hlið, sett á grind og inn í ofn í 20 mín við 200°.Grænmetið sem þú ætlar að hafa með þessu er tjoppað þannig að það sé þægilegt að setja það á snittubrauð. Næst tók ég snittubrauðin, sker þau eftir endilöngu og þegar bringurnar og kartöfurnar eru tilbúnar set ég þau inn í ofn í svona 8 – 10 mín, þannig að helmingur sé við hliðina á helming.. á meðan læt ég kjúllan jafna sig græja beikonið og sveppina.. beikonsneiðarnar sker ég í tvennt, steiki þær og set þær svo á eldhúsrúllupappir til að taka mestu fituna. Sveppirnir eru skornir og steiktir upp úr smjöri/ólífuolíu og kryddaðir með salti og hvítlaukskryddi. Þegar bringurnar eru búnar að jafna sig smá eru þær skornar í sneiðar. Þegar brauðin eru til þá tek ég hvítlauksrif og nudda heit brauðin með þeim og svo læt ég smá góða ólífuolíu leka á brauðin. Svo raðar maður bara saman á samlokuna sína það sem maður vill.

Að lokum: Eiður notar alltaf bbq sósu á sína samloku og Palli notar yfirleitt sinnep. Við Birkir látum yfirleitt olíuna duga.. Við notum tannstöngla og allt til að halda þessu saman.. voða voða pró hjá okkur.. Svona leit mín út, innihald: kál, gúrka, rauðlaukur, sveppir, beikon, kjúklingabringa, ólifuolía.. sjæse hvað þetta var gottttt..

Kollu kjúklingur

Gestakokkurinn er Kolla

Kolla sæta kát og glöð í Nesjunum

Þetta þarftu: 1 kjúklingur, ferskar kryddjurtir t.d. basillikum og steinselju og rósmarin, 1 sítróna, ólífuolía, salt og pipar.

Svona gerirðu: Ok.. svona gerir maður.. Byrjar á því að losa skinnið frá bringunum, það hangir reyndar við bringubeinið en það er allt í lagi, það koma bara þá svona skinnvasar á bringuna á kjúllanum. Svo saxar maður basil og steinselju, lætur smá ólifuolíu leka ofan í bringuvasana og smá salt og svo bara treður maður kryddjurtunum ofaní og makar og nuddar þetta út um allt. það fer smá krydd útfyrir en það er allt í fína. Svo sker maður sítrónuna í tvennt og treður henni inn í kviðarholið á kúllanum. Ég reyndar set bara alltaf hálfa  sítrónu, hef bara ekki komið heilli sítrónu inní, það er svo lítið pláss.. og svo setur maður eina eða tvær rósmaríngreinar inní líka svo sítrónunni leiðist ekki. Núhh.. þá er komið að þvi að ‘sauma’ fyrir gatið, ég reyndar geri það ekki, ég bara tylli, ja, eða flæki löppunum saman við lausa skinnið sem er yfirlett framaná.. æ þú veist.. þá lokast allveg fyrir gatið.. Að öllu þessu loknu er bara að nudda, pensla eða maka kjúllan í ólífuolíu og krydda hann allan með salti og svörtum pipar.. svo sker maður svona í lærin svo þau verði jafn vel elduð og bringan.. og ég maka nú smá kryddjurtum þar líka, það er voða gott.. Svo setur maður kjúllann inn í ofn, maður á að hita plötuna, skúffuna eða formið fyrst, svo setur maður kjúllann inn, fyrst vinstri bringuna niður og steikir í 5 mín, svo hægri bringuna og steikir í 5 mín, nú eða hægri fyrst og vinstri svo, ekki alveg aðalmálið..  og svo leggur maður kjúllann á bakið og steikir hann í klukkutíma.. og þá er hann reddí. Best er að kjúllinn sé svo mikið eldaður að hann hreinlega leki af beinunum.. slurp.

Að lokum: Það er ógó gott að hafa kartöflubáta í ofni með þessu, ég set bara kjúllan á ofnplötu, mínar plötur eru þannig að þær eru smá svona djúpar þannig að fitan lekur ekki út um allt.. og svo set ég kartöflurnar bara í ofnskúffuna og inn í ofn og græja þetta allt í einu.. ekkert mál ef maður er með blástur.. og náttúrulega salat og fetaost og svona.. rauðvín er alltaf gott með öllu, ef það passar ekki, nú þá passar örugglega bara að hafa hvítvín… :)
Palli segir að þetta sé besti kjúlli í heimi!!! ekkert flóknara en það .. verði ykkur að góðu krúttin mín.

kv. Kolla

Fiskréttur að hætti Lúlla Lauks

Gestakokkurinn er Tryggvi

Tryggvi Már í Suðurlandsferð vorið 1999

Þetta þarftu: Slatta af ýsu, lausa í roði og beinum, 1/2-1 lauk, 2 hvítlauksrif, túmat, rifinn ost, cajun krydd, ólívuolíu og eldfast mót. Borðist með hrísgrjónum og soya

Svona gerirðu: Skellir cajun kryddi á ýsuna bak og fyrir og lætur hana svo á botninn á mótinu.. Laukinn og hvítlaukinn í múlínexinn og í tætlur… sem dreifist yfir ýsuna. Svo er túmaturinn skorinn í skeiðar og lagður yfir … oggulítil ólífuolía yfir allt saman… og að lokum ostinum stráð yfir. heila klabbinu svo skellt í upphitaðann ofn á 175° í 10-15 mínútur og síðan er bara að gúffa í sig.

Að lokum: Lúmskt gott að sáldra steiktum lauk yfir þegar maður er búinn að fá sér á diskinn. Í indónesíu er t.d. steiktur laukur rosalega vinsæll með hrísgrjónum og eiginlega ómissandi eftir að maður kemst upp á lag með það. Hinsvegar er varhugavert að neyta mikið af þessum rétti fyrir mikilvæg mannamót… en hann virkar samt ágætlega við kvefi ;)

Enn að lokum: Þessi réttur er niðurstaða mikillar þróunarvinnu þar eð í fyrstu borðaði ég ekki hvítlauk og fannst ýsa vond, en Björt fannst laukur vondur… einhvernveginn þá kombinera hinsvegar öfgarnar svona hreint út sagt ágætlega saman :)
Kveðja frá Hollandi, Tryggvi Már gestakokkur

Þórukjúklingur

Gestakokkurinn er Unnur

Unnur, elskuleg vinkona Kúrbítsins, var svo góð að senda okkur þessa frábæru uppskrift og er því viðbót í kúrbítsins flokk frábærra Gestakokka.

Eldhressar í Þórsmörk haustið 1998

Þetta þarftu: Kjúklingabringur hmm segjum svona 4 – 5, rétt tæplega flaska af Hunts BBQ sósu, einn peli rjómi – matreiðslurjómi ótrúlega friendly kostur, dass af pipar, dass af salti, rúmlega dass af karrý.

Svona gerum við: Skerið bringurnar í ræmur, bita, þríhyrninga eða hvað sem ykkur finnst best og setjið í eldfast mót. Hitið saman BBQ, rjómann og kryddið – hellið yfir og hitið í ca 45 mín við 180°.

Að lokum: Hæ elskurnar ….. ég bara varð að henda inn uppskrift af “Þórukjúklingi”. Þóra er sem sagt kona sem bjó við hliðina á okkur í Ystabænum en dó langt fyrir aldur fram og kenndi mér þennan rétt sem er soldið spari – enda soldið af kaloríum ……. Gott með: Salat og hrísgrjón og að sjálfsögðu gott sætt hvítvín. Njótið vel og förum nú að finna okkur helgi í útilegu, fjallgöngu eða bara hitting með góðum mat og góðum veigum ….. Unns punns gestakokkur