Category Archives: pasta

Pollo alla Romana

Eldaði svo dæmalaust dásamlegt í kvöld! Varð bara að skella því hingað inn á meðan ég man! Eldið þetta, þetta er mjöööög ljúffengt!

Þetta þarftu: 1 stór kjúklingur, hlutaður niður í 8 hluta, ólífuolía, 100 gr sveppir, helst litlir, 1 lítill laukur skorinn í sneiðar, 2 hvítlauksgeirar, saxaðir, 1/2 græn paprika, 1/2 rauð paprika, 1/2 græn paprika, tjoppaðar í bita, 1 dós tómatar, saxaðir, 300 ml kjúklingasoð, 200 ml hvítvín, pipar og salt, ferskar kryddjurtir, td rósmarín eða/og basilíka, 2-3 msk söxuð steinselja.

Kjúklingurninn kominn í 8 glæsilega bita!

Svona geririðu: Ofninn er hitaður í 180°C, Kjúklingabitarnir eru brúnaðir á pönnu í olíunni. Sveppum, lauk og hvítlauk bætt útí og látið krauma við frekar vægan hita í nokkrar mínútur. Papriku og tómötum skellt útí (safanum af tómötunum með), líka víninu og soðinu og saltað og piprað. Hitað að suðu og skellt í eldfast mót. Kryddjurtunum skellt útí og inní ofn í 15-20 mínútur. Fínt er að skera aðeins í þykkustu bitana til að athuga hvort kjúklingurinn er tilbúinn.

Að lokum: Þetta er svo borið fram með tagliatelle eða öðru pasta og auðvitað rífur maður parmesan ost yfir og dreypir á hvítvíni með. Okkur fannst þetta öllum gott, krökkunum líka. Ég setti bara heilar rósmarín greinar útí þetta og veiddi þær svo uppúr áður en ég bar þetta fram. Hefði líka verið gott að vera með nýbakað brauð með, en það er alls ekkert nauðsynlegt. Það var reyndar frekar ógó að hluta niður kjúllann og ég hafði aldrei prófað að gera það áður. Ekkert erfitt (notaði þetta mér til innblásturs) en kjúklingar eru bara frekar ógó.. og það eru innyfli og allt inní honum.. ojj.. en mæli samt alveg með því að maður láti vaða í það í staðinn fyrir að kaupa bringur eða einhverja bita. en já þetta er frekar gott..

Potturinn kominn út úr ofninum, Looking good!
og á diskinn minn. Nammmmmm….

Pasta með grískum kjötbollum

Þetta þarftu: 5oogr nautahakk, salt, pipar, 1msk hveiti, 2msk tómatkraftur, 2msk jógúrt án ávaxta, 1msk laukur (hehe), 1búnt steinselja, ólífuolía, grænt pasta (tagliatelle til dæmis), sítróna. Sósa: 2dl jógúrt án ávaxta, 2 hvítlauksgeirar, steinselja

Svona gerirðu: Blandið hakkinu saman við krydd, jógúrt (2msk), hveiti og tómatkraft. Rífið lauk (eða saxið mjög smátt) og saxið steinselju smátt (geymið uþb 1msk útí sósuna). Bætið útí og blandið vel saman. Hnoðið litlar bollur úr deiginu og steikið í olíu. Sjóðið pasta og látið vatnið renna vel af því. Blandið smá ólífuolíu við pastað. Sósa: Merjið hvítlauksrif og blandið saman við restina af jógúrtinu. Kryddið með salti, pipar og steinselju.

Að lokum: Ólífuolían sem er sett út á pastað gefur því sérlega góðan ólífukeim. Pastað er borið fram með kjötbollunum ofan á og slettu af sósu (eða bara sósa on the side). Einnig er gott að hafa sítrónubáta með og kreista yfir. Þennan rétt hef ég aldrei eldað sjálf en Pétur eldaði þetta handa mér fyrir stuttu síðan og þetta verður pottþétt eldað aftur því þetta er rosalega gott! Uppskriftina fékk hann úr bókinni Af bestu lyst 2 sem þýðir að þetta er líka hollt :) Sósuna væri hægt að nota með allsonar réttum, tildæmis sem ídýfa eða bara ofan í bakaða kartöflu! HB

Bleika pastað

Þetta þarftu: Tvær kjúklingabringur, 1 paprika, rauðlaukur, hvítlaukur, sólþurkaðir tómatar, paprikusmurostur, mjólk, rjómaostur m/sólþurrkuðum tómötum, penne regate (pasta hólkar) olía til steikingar, salt/pipar.

Svona gerirðu: Sjóddu pastað. Skerðu kjúklinginn í netta bita og steiktu á pönnu upp úr olíu. Saltaðu og pipraðu. Skerðu niður rauðlauk, hvítlauk og papriku og steiktu í potti í olíu. Saxaðu sólþurkaða tómata og settu út í. Þetta er allt látið mýkjast í pottinum. Settu svo ostana út í og svolitla mjólk og láttu bráðna saman svo úr verði sósa. Bættu svo kjúklingum út í og hitaðu að suðu.

Að lokum: Þetta er réttur sem pabbi (algjör kokka snilli) skáldaði upp úr sér einhverntíma þegar ég var í mat hjá honum og þetta er alveg svaka gott. Ég nota alltaf léttmjólk þegar ég geri sósuna svo hún verði ekki mjög krímí. Þá verður hún líka soldið þunn, en mér finnst það bara betra. Mér finnst líka mjög gott að hafa mikinn hvítlauk og mikinn pipar. Uppskriftin er fyrir 2-4. Þessi frábæri réttur er oftast kallaður bleika pastað á mínu heimili. HB