Protected: Nýtt ár – beðið eftir nýja fjölskyldumeðlimnum
Gleðilegt nýtt ár!
Protected: Róló er lifið!
Kjúklinganúðlusúpa

Þetta þarftu: 200gr kjúklingabringur (svona tvær bringur), 200gr sveppir, 1 blaðlaukur, 2 dl steinselja, 1lítri vatn, 2-3 kjúklingateningar, 125gr eggjanúðlur, 2-4 egg (semsagt hálft eða heilt egg á mann), 2msk sojasósa.
Svona gerirðu: Skerið bringurnar í þunna strimla, skerið sveppina og blaðlaukinn í sneiðar og saxið steinseljuna. Setjið vatn og teningana í stóran pott og sjóðið saman. Bætið núðlum og kjúklingi útí og sjóðið í 2mín. Setjið síðan grænmetið útí og sjóðið áfram í 3-4 mínútur. Kryddið með soja. Sjóðið eggin þanig að þau verði svona hálf-harðsoðin, skerið þau svo til helminga langsum og setjið einn helming í hverja skál.
Að lokum: Þetta er æðisleg súpa. Mjög einföld og fljótleg og hráefnið frekar ódýrt. Það er auðvitað hægt að nota ódýrari part af kjúllanum en bringurna, en þær eru samt alltaf bestar. Pabbi eldar þessa súpu oft en uppskriftin er upprunalega úr pastabókinni hans. Það er eiginlega nauðsynlegt að borða með þessu nýbakað brauð og drekka gott hvítvín með. Þá er þetta hin fullkomna máltíð. Ég fæ eiginlega bara heimþrá á Hraunhól 8 þegar ég hugsa um þessa súpu.. HB
Myndasíðan uppfærð!
Fyrir áhugasama þá vil ég benda á að verið er að uppfæra myndasíðuna smám saman. Í gær tókst mér að setja inn tvö albúm frá því í janúar og febrúar 2010 sem innihalda meðal annars myndir frá tveimur afmælum! Þetta heldur svo áfram að mjatlast inn í vikunni, vonandi.
Ef ykkur vantar lykilorðið þá endilega bara hafið samband!