Undur og stórmerki

Kallinn ekki dauður enn. Hef bara ekki gefið mér neinn tíma til að sinna þessu bloggi. Haft nóg annað að gera einhvernveginn. Kannski að Facebook steli öllum þessum tíma sem gæti farið í bloggið. Fokkins facebook. Tímaþjófur…

Annars er ég hress. Sama á við um alla fjölskyldumeðlimi. Hrafn er síkátur sem er magnað miðað við allt eyrnastandið. Eigum tíma á miðvikudaginn hjá HNE til að meta stöðuna. Vinstra rörið er dottið úr þannig að við þurfum nýtt. Stemmning. Eða ekki.

Skelltum okkur í bústað með Kollu & co, Hrafnhildi & co og þar var stuð og mikið fjör. Horfðum á Ítalíu skíta uppá bak og borðuðum fullt af góðum mat.
Fórum niður að Skorrdalsvatni þar sem Hrafn Tjörvi fékk að henda steinum í vatnið og fannst honum það mergjað stuð.

Nú er mánudagur og grámyglulegur hversdagsleikinn tekinn við með fótbolta í bland. Bið ykkur vel að lifa…

kúrbítur með kvef

Ég er stífluð.. ritstífluð..

Ætli ég sé ekki bara í post-facebook-depression..

ekki samt hætta að koma þið sem þó komið. Það eru alveg nokkrir búnir að biðja um lykilorðið að síðunni, ekkert voðalega margir en alveg nokkrir. Held að fólk sé eitthvað smeykt við að láta vita af sér.. ekki hafa áhyggjur, get ekki ímyndað mér að nokkur fái ‘nei þú mátt ekki fá lykilorðið fávitinn þinn!’ til baka  🙂

Smelltu hér fyrir aðgang að dásemdinni sem er kúrbítur púnktur net!

kúrbíts-afmæli!

Kúrbíturinn er 6 ára í dag!!

Í tilefni þess ákváðum við hjónin (not) að segja skilið við hinn alræmda sukkstað facebook og eyða tíma okkar í mikilvægari og skemmtilegri hluti, eins og tildæmis kúrbítinn. Það er bannað að skilja útundan í afmælum.. og kúrbíturinn var orðinn svolítið útundan greyið. Þið megið því búast við fleiri færslum hérna á þessum fallega vef á næstu misserum.

Annað sem gert verður frá og með deginum í dag er að öllu verður skellt í lás. Framvegis verða flestar færslur varðar með lykilorðinu sem allir velunnarar kúrbítsins þekkja nú þegar frá myndaalbúminu. Þeir sem vilja gerast velunnarar og fá aðgang að snilldinni sem hér fer fram geta með auðveldu móti nálgast aðgangsorðið með því að senda okkur tölvupóst

stuðkveðjur!

Þá er það ákveðið…

Fékk tölvupóst áðan sem hljóðar svo…

Hæ Pétur.

Okkur hefur borist beiðni um að eyða reikningnum þínum varanlega út. Reikningur þinn er nú óvirkur á síðunni og mun verður eytt út fyrir fullt og allt innan 14 daga.

Ef þú vilt ekki láta eyða reikningnum þínum skaltu smella á eftirfarandi hlekk til að draga til baka beiðnina.

Takk,
Facebook teymið

Það líður um mig yndisleg frelsistilfinning! Skora á alla sem eru að hugsa um þetta að láta slag standa 🙂