Komið þið sæl
Kúrbíturinn er kominn heim. Honum líður vel eftir atvikum og mun vera hér þangað til annað verður ákveðið.
Komið þið sæl
Kúrbíturinn er kominn heim. Honum líður vel eftir atvikum og mun vera hér þangað til annað verður ákveðið.
Set þessa uppskrift hingað inn fyrir hann Tedda mág minn. Hann alveg elskar þessar smákökur og ætlar að prófa að baka þær þessi jól. Vona samt að hann komi í heimsókn og fái sér allavega eina hjá mér líka.
Þetta þarftu: 1/2 bolli lint smjör, 1/2 bolli sykur, 1/2 bolli púðursykur, 1 egg, 1 1/2 bolli hveiti, 1/2 bolli kókosmjöl, 1/4 tsk matarsódi, smá salt, 200 gr síríus konsum suðusúkkulaði saxað í bita.
Svona geririðu: Hrærir saman sykur , púðursykur og smjör, vel og vandlega þangað til það er létt og ljós. Þá seturðu eggið útí og hrærir meira. Því næst fer hveitið og matarsódinn og saltið út í og að síðustu kókosmjölið og súkkulaðið. Hrærið allt vel saman. Bökunarpappír settur á plötu og búnar til litlar kúlur/klessur úr deiginu og raðað á plötuna og bakað við meðalhita (200°) í 8-10 mínútur eða þangað til þær eru orðnar ljósbrúnar.
Að lokum: Þessar kökur eru það fyrsta sem er bakað fyrir hver jól á öllum heimilum í minni fjölskyldu. Lyktin af þeim eru lyktin af jólunum á mínu heimili. Þegar ég var lítil og öll systkini mín bjuggu heima hjá mömmu og pabba þá bakaði mamma allavega fjórfalda uppskrift! við bökum svona tvöfalda núna.. það er af sem áður var! Það er algjör skylda að ýta svolítið niður á kökurnar með gaffli áður en þær eru bakaðar svo það komi svona gaffalaför í þær. Mamma mín gerði það alltaf. og já.. þær fletjast svolítið út við bakstur þannig að þarf smá bil á milli þeirra.
Þessar verða sunnudagssyndin í dag. Ég bakaði þessar kökur fyrst handa systkinum mínum þegar ég bauð þeim til mín í hádegismat á afmælisdaginn minn. Langaði til að gefa þeim eitthvað æðislega gott og fallegt, en auðvelt og fljótlegt. Þetta var akkúrat það.
Þetta þarftu: 100g smjör, 2 egg, 3 dl sykur, 1,5 dl hveiti, 1 dl kakó, 1 msk vanillusykur, 1/4 tsk lyftiduft. Rjómi og jarðaber, helst íslensk.
Svona geririðu: Bræðið smjörið. Blandið öllum þurrefninum saman og hrærið smjörinu svo saman við. Eggjunum er hrært saman við í lokin. Skiptið deiginu í 12 muffinsform og bakið við 175°C í 12-15 mínútur
Að lokum: Þetta verður ekki auðveldara. Ég sett formin í svona möffinsbökunarplötu sem ég keypti mér í Kokku. Þá verða kökurnar svo flottar. Mér finnst reyndar svolítið erfitt að taka kökurnar uppúr þegar þær eru tilbúnar því þær eru svo svaka mjúkar. Svo lætur maður þær kólna aðeins og setur rjómaslettu ofaná þær og jarðaber. Þá eru þær bara fullkomnar… Uppskriftin er fengin frá ljúfmeti og lekkerheitum (sjá link undir matarblogg)
Þetta þarftu: 500gr hveiti, 1 gerbréf, 3 dl mjólk, 80gr smjörlíki (eða olía í staðinn), 1 msk sykur og smá salt.
Svona gerirðu: Bræðið smjörlíkið og setjið svo mjólkina saman við þegar það er bráðið. Setjið þetta í skál og blandið gerinu, sykrinum og smá salti við. Hellið hveiti smám saman útí og hrærið og hnoðið síðan þar til deigið er orðið mjúkt og lipurt Látið hefast í ca 15mín (ekki nauðsynlegt samt ef þið eruð að flýta ykkur). Búið til svona 10-20 bollur úr deiginu. Hitið ofninn í 175°C og latið bollurnar hefast á smurðrið plötu undir viskastykki á meðan. Bakið í svona 8-10mín.
Að lokum: Þetta er uppskrift frá Kollu systur. Ég fæ svona bollur oft hjá henni því hún er svo dugleg að baka handa okkur öllum hinum. Ég baka svona bollur helst í morgunmat á Sunnudögum og fæ mér þá tebolla með og set ost og marmelaði á bollurnar. Það er algjör snilld, sérstaklega þegar Kolla mín bakar þær. HB
Þetta þarftu: 600-700 gr kjúklingur, nýmalaður pipar, salt, 2 brauðsneiðar, 1 sítróna, 4 msk nýrifinn parmesanostur, 1 tsk þurrkað óreganó, 1 egg, ólífuolía, 50 gr smjör, 4-5 velþroskaðir tómatar skornir í bita.
Svona gerirðu: Leggðu bringurnar á bretti og legðu lófann á og skerðu hana í tvennt á þykktina. Leggðu yfir þær plast og berðu þær svolítið tildæmis með pönnu eða kökukefli aðeins til að þynna þær. Kryddaðu bringurnar með salti og pipar. Settu brauðið í matvinnsluvél ásamt rifnum berkinum af sitrónunni, parmesanostinum og óreganóinu og láttu ganga þar til komin er fín mylnsna. Sláðu eggið og velltu bringunum fyrst upp úr egginu svo uppúr mylsnunni. Hitaðu olíuna á stórri pönnu og steiktu bringurnar við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Taktu þær svo af pönnunni og haltu þeim heitum. Bættu smjörinu á pönnuna og síðan tómötunum og safanum úr sítrónunni og láttu krauma rösklega í 4-5 mínútur. Saltaðu og pipraðu eftir smekk. Skelltu svo bringunum í fat og heltu tómatgumsinu yfir.
Að lokum: Í uppskriftinni (sem er að finna í hinni stórskemmtilegu bókMaturinn hennar Nönnu eftir Nönnu Rögnvalds) er talað um að hafa kapers með í sósunni, 1 tsk. En ég hef alltaf sleppt því.. nenni ekki að eiga einhvern afgang af kapers sem ég nota aldrei. Með þessu hef ég svo haft kartöflumús bragðbætta með slatta af parmesan osti og sítrónusafa og salti og pipar.. og auðvitað smá smjöri. Næst er ég samt að hugsa um að gera svolítið meira af tómatgumsinu og sjóða spaghetti með.. og jafnvel setja smá ólífur (ragnar grímsson) í gumsið. Þetta er ótrúlega bragðgóður réttur, alveg mega mongó..
Hæ allir.
Við skötuhjúin höfum tekið uppá því að horfa á eina bíómynd á sunnudagskvöldum. Skiptumst við á um að velja mynd sem skal horfa á.
Heiða átti fyrsta val þarseinasta sunnudag og valdi hún Persepolis.
Mögnuð mynd sem situr enn í kollinum á mér. Mæli hiklaust með henni. Myndin var meira að segja sýnd á sínum tíma á kvikmyndahátíðinni RIFF og var aðalpersóna myndarinnar viðstödd. Við hjúin vorum sammála um gæði myndarinnar og ætla ég að gefa henni 7 kúrbíta af 10.
Seinasta sunnudag átti ég sjálfur valið og tók ég The Lives of Others til sýningar. Þarna er á ferðinni mynd sem tekur á erfiðum tímum í Þýskalandi og er hreint út sagt ansi góð. Þetta er engin fílgúdd mynd, en hreyfir við manni. Þessi mynd fær 7,5 kúrbíta.
Þessu verður haldið áfram næstu sunnudaga og munum við reyna að skella inn færslum um þetta ævintýri. Endilega fylgist með 🙂